Réttur


Réttur - 01.01.1978, Page 63

Réttur - 01.01.1978, Page 63
ég þetta viðhorf, en það fer reyndar eft- ir því um það styrinn stendur hverju sinni. Friedan: Setjum svo, að femínismi þýði það að koma hvergi nærri stjórnmálum, hvernig eru konur þá á vegi staddar, þeg- ar karlmenn gerast fasistar eða koma af stað kjarnorkustyrjöld? de Beauvoir: Að vissu marki sagði ég. Af sjálfu leiðir, að væri ég amerísk hefði ég barizt gegn stríðinu í Víet Nam, en það eru ýmsar leiðir til þess að sneiða hjá pólitískum umsvifum karlmanna, hana- slag þeirra, og er það viðhorf mjög í anda femínista. Friedan: Hvernig má það gerast? deBeauvoir: Það yrði alltof flókið mál að fara grannt út í þá sálma. Það yrði of viðamikið og langt mál, ef ræða ætti að þessu sinni hvers konar barátta væri væn- legust til árangurs t. d. gegn kjarnorku- styrjöld. Áður en hægt er að koma heim og saman öllum þeim spurningum, er þér hafið hreyft, verður þjóðfélagið að breytast. Friedan: Hvernig á það að taka breyt- ingum? de Beauvoir: Við erum þegar farin að mjakast. Það eru uppi hreyfingar blökku- manna, æskufólks, kvenna. Þetta eru eng- ir minnihlutahópar, konur eru ekki minnihlutahópur eða skulum við segja utan við alfaraleið. Friedan: Þetta er nú nákvæmlega það, sem ég vildi fá fram, að við ættum með einhverju móti að snúa bökum saman, tengjast öðrum samtökum til stuðnings jjví, að mannlegt samfélag megi Jrróast í framfaraátt og J)ar með stuðla að breyt- ingum á Jrjóðfélaginu. Að öðrum kosti stöndum við álengdar, fjær, utan við rás viðburðanna og yfir okkur mun koma, held ég, fasismi. de Beauvoir: Ekki endilega bindast sam- tcikum, en við öll ættum að leggja okkar lóð á vogarskálina, hvert á sínum stað, á sína vísu. Hver hópur eða eining mun fyrir sitt leyti sprengja af sér hið við- tekna. Það er þörf á bandalagi hér og þar til Jæss að vinna ákveðin verk, til dæmis kvennastörfin. Friedan: Á einn eða annan hátt látum við hrikta í samfélaginu. [Myndir þær, sem fylgja þessari grein, eru ætlaðar til að vekja sjálfstæða hugsun um ýms viðfangsefni varðandi þjóðfélag- ið og konuna og afstöðu karlmannasam- félagsins til konunnar, en eru ekki bein- línis í tengslum við ])að, sem rithöfund- arnir ræða hér um.J 63

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.