Réttur


Réttur - 01.01.1978, Page 69

Réttur - 01.01.1978, Page 69
flokkar við völdum og hafa lýst námur, vátryggingafélög, banka og orkuver þjóð- areign og brotið þannig vald erlenda auðmagnsins og nýlendudrottnaranna á bak aftur. Að vísu reyndu erindrekar þessara erlendu auðkýfinga að gera gagn- byltingu 1975, myrtu einn belsta for- ingja sjálfstæðisbaráttunnar, en allt kom fyrir ekki. Þjóðin hélt vöku sinni. Aðalleiðtogar hinna ýmsu samtaka, sem að sjálfstæðishreyfingunni standa, eru j^eir Didier Ratsiraka og Richard Andriamanjato, báðir í æðsta byltingar- ráðinu, sem myndað var í júní 1975 og var staðfest í Jajóðaratkvæðagreiðslu 21. des. 1975 stefna sósíalistískrar þróunar í landinu, ný stjórnarskrá og Ratsiraka forseti landsins. Uppbygging sósíalisma í Madagaskar byggir að miklu leyti á samvinnufyrir- komulagi, sem lengi hefur tíðkast í sveitaþorpunum. Andriamanjato er upphaflega prestur mótmælendatrúar, var 1959 kosinn borg- arstjóri höfuðborgarinnar og er |)aö enn. Kona bans er fyrsta konan í landinu, sem orðið hefur verkfræðingur og stjórnar menntaskóla með 2200 nemendum. Samúð binnar róttæku sjálfstæðisbreyf- ingar í Madagaskar, sem nú hefur borið sigur úr býtum, með frelsisbaráttu hinna undirokuðu þeldökku Jnjóðflokka í Sim- babve (Rhodesiu) og Suður-Afríku er mjög sterk. 69

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.