Réttur


Réttur - 01.01.1978, Side 71

Réttur - 01.01.1978, Side 71
Björn lætur af formennsku Bjöm Bjarnason, sem verið hefur for- maður Landssambands iðnverkafólks frá stofnun sambandsins, lét af formennsku á þingi sambandsins 10.-12. mars. Guð- mundur Þ. Jónsson var kjörinn formað- ur í stað Bjiirns. Aukin umsvif hersins Umsvif bandaríska hersins á íslandi hafa farið vaxandi á valdatíma núver- andi ríkisstjórnar. Á þessu ári er gert ráð fyrir að eyða 4 milljörðum króna í ný- framkvæmdir. Þá hefur verið fjölgað nokkuð í liðinu og er því borið við að það sé vegna breytinga á tæknibúnaði. Fjöldafundur 1. mars var haldinn mikill mótmæla- fundur gegn kaupráninu samtímis mót- mælaverkfallinu. Að honum stóðu Al- þýðusamband Islands, Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, Launamálaráð Bandalags háskólamanna, Farmanna- og fiskimannasambandið og Iðnnemasam- bandið. Mun svo víðfeðma samfylking samtaka launafólks eindæma. Giskað var á að um 7000 manns sæktu fundinn. Voru einróma samþykkt mótmæli gegn kaupránslögunum. Myndin sýnir er fundarfólk réttir upp hendur til samþykktar. Er þessi mynd og notuð á forsíðukápu þessa heltis. 71

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.