Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 12
Myndrásin, sem er koparþýnna á einangrandi plötu, sem hér er sýnd, kemur í stað um 50 búta af kop-
arþráSum.
tækni, nær þannig býsna langt, því jjað
var einmitt fyrirferð gufuvélanna og
glóðin í eldhólfi þeirra, sem takmarkaði
mjög notkunarmöguleika þeirra.
Árið 1948 var fundið upp nýtt tæki,
transistorinn eða smárinn, við rannsókn-
arstofu Bell fyrirtækisins í Bandaríkjun-
um. Smárinn gat leyst sama hlutverk og
lamparnir. Fyrsta áratuginn eftir upp-
finningu smárans var liann reyndar Jiarla
óburðugur, en jafnt og þétt tókst að gera
han.n öflugri og verð hans lækkaði jafnt
og þétt. Laust fyrir 1960 tóku fyrstu tæk-
in, sem byggð voru með smárum, að
koma á markaðinn, en livað fyrstir til að
nota smárana voru hönnuðir tölvanna.
í hverja tölvu þurfti þúsundir smára,
jafnvel tugþúsundir. Það var því feikn-
arlegt verk aðsmíða slíkar tölvur, að lóða
saman alla þá búta, sem þar þurfti að
nota: smára, viðnám, þétta og fleira. Það
var jrví mikil framför, þegar menn fundu
upp á því að gera allt rafleiðslukerfi tlók-
inna rása samtímis sem koparþynnu á
plötu úr plastefni (sjá mynd). í fyrstu er
jdatan jrakin koparjrynnu en með sömu
140