Réttur


Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 26

Réttur - 01.08.1980, Blaðsíða 26
rannsókn á jjessari hlið málsins, á áhrii- in á skrifstofuvinnuna og störfin í opin- berri þjónustu, en rannsóknin var mið- uð við þróunina fram til ársins 1990. Niðurstöðurnar urðu þær að liægt væri að hagnýta sjálfvirku tækin við 25— 30% af allri skrifstofuvinnu, misjafnlega mikið eftir því hver vinnan væri. Þann- ig væri hægt að segja upp störfum um 40% af vélriturum. í Vestur-Þýskalandi yrði þannig hægt að losa sig við 800.000 vélritara af þeim tveim milljónum ein- staklinga sem höfðu vélritun að starfi. Af þessari breytingu einni leiddi „sparn- að“ í útgjöldum, sem nemur 32 af hundr- aði. „Breytingarnar verða stórkostlegar og þeim munn fylgja mjög alvarlegir erfið- leikar“ varð einum af varaforstjórum Siemens að orði þegar hann var að gera grein fyrir þýðingu örtölvutækninnar. Bretinn Alex Agapeyeff, sem er for- stjóri eins stærsta örtölvufyrirtækis í heiminum, hefur sagt að horfurnar í þróun örtölvutækninnar á næstu þrem- ur árum væru þær, að ein milljón verka- manna í breskum iðnaði myndu missa atvinnu sína og auk þess 1.25 milljón ein- staklinga, sem starfað hefur í þriðja geir- anum. Þar við bættist að þrjár milljónir launamanna í Bretlandi yrðu að breyta um starfsgrein, fara úr einni greininni í aðra. Skýrsla sem var unnin fyrir breska iðn- aðarráðuneytið af sérfræðingum í há- skólanum í Sussex segir að örtölvan muni gera 4—5 milljónir Breta atvinnu- lausa á nýbyrjuðum áratug — ef viðhorf manna til Jress hvernig skipta skal vinn- unni og vinnutímanum milli manna breytast ekki mjög verulega. Vestur-jjýski rannsóknarráðherrann, Volker Hauff, fullyrti nýlega í ræðu í Sambandsþinginu að „örtölvubyltingin muni snerta 40 til 5Ö% allra stdrfandi einstaklinga". Við annað tækifæri sagði Jressi sami ráðherra: „Minniseining í töivu sem kostaði 20.000 franka fyrir 15 árum kostar í dag aðeins 200 franka. En inn- an 10 til 20 ára mun þessi sama minnis- eining ekki kosta meir en 2 franka. Það er ekki erfitt að sjá fyrir möguleikana á hagræðingu skrifstofustarfa í kjölfar þessarar þróunar. Með tilliti til uppsagna á mannlegum starfsmönnum munu af- leiðingarnar verða skelfilegar“. Að tilhlutan Efnahagsmála-ráðuneyt- isins í Baden-Wurtenberg gerði svissn- eska þróunarstofnunin (la Société Pro- guos) í Basel rannsókn á þróun þessara mála í Vestur-Þýskalandi á áratugnum 1980-1990. Rannsókn þessarar stolnunar leiddi í ljós að örtölvubyltingin myndi leiða til atvinnuleysis fjögnrra milljóna manna í Vestur-Þýskalandi svo fremi að ekki yrðu algjörar hugarfarsbreytingar í sam- bandi við stefnumið allrar efnahagsstarf- semi. Þriðja iðnbyltingin Á öld örtölvunnar er hagvöxturinn hættur að skapa ný störf. Sjálfvirknin verður þar á móti oft bein orsijk þess að störf verði lögð niður á ýmsum vinnu- stöðum. Staðreyndin er sú að flest iðn- aðarfyrirtæki geta aukið framleiðslu sína samtímis jiví að þau l'ækka í starfsliði sínu. Um 46% af allri iðnaðarfjárfest- ingu í Vestur-Þýskalandi er varið til að betrumbæta véltæknina með það eitt fyrir augum ,,að draga úr notkun vinnu- afls“. 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.