Réttur


Réttur - 01.08.1980, Qupperneq 28

Réttur - 01.08.1980, Qupperneq 28
eru að G2% af miðaldra fólki og 72% af ungu fólki (á aldrinum 18—24 ára) gera ráð fyrir því að það verði atvinnulaust. Og í raun og veru hefur samfélagið ekki þörf fyrir að hagnýta sér þetta vinnuafl. Einn af hverjum fimm menntamönnum í Frakklandi gengur nú atvinnulaus og hið sama gildir um þriðja hvern mennta- mann í Vestur-Þýskalandi. Vegna ör- tcilvutækninnar verður öll vinna ein- faldari, hún krefst minni menntunar. Tveir af hverjum þremur atvinnurek- endum halda því fram að i dag sé verka- fólk „minna agað“ og „ekki eins sam- viskusamt“ og áður. Þegar cívíst er hvort menn muni halda atvinnunni, Iiætta þeir að taka hana alvarlega. Mörgu ungu fólki finnst sú vinna þrúgandi sem sam- félagið þvingar það til — með það eitt að markmiði að viðhalda vinnuskipulagi þar sem örfáir forstjórar og yfirmenn hafa völdin og stjórna þeim sem lægra eru settir og leyna því að vegna örtölvu- tækninnar hefur dregið úr þörf vinn- unnar í því formi sem verið hefur hing- að til. Atvinnideysið verður á endanum hættulegt samfélaginu vegna þeirrar andstöðu sem það kallar fram gegn ótryggri vinnu. Verjendur þess samfé- lags sem við búum við krefjast „atvinnu- tækifæra" sem markmiðs í sjálfu sér, óháð því hvaða tilgangi þau þjóna. Þá gildir einu hvort um er að ræða hergagna- framleiðslu eða framleiðslu sem mengar umhverfið með geislavirkum úrgangi pnnarsvegar eða hinsvegar framleiðslu á nauðsynjavarningi. Yrði fólk ekki almennt ánægðara með hlutskipti sitt ef það fengi meiri tíma til að móta eigið líf sitt? Við myndum þá ekki þurfa að taka þátt í þrúgandi vinnu — en fengjum þess í stað meira af vinnu sem fær okkur til að tjá okkur betur og dýpka skilning okkar. áhð gætum orðið að „auðugum persónuleikum“3 með fjölbreytilega liæfileika, eins og Marx bendir á varðandi kommúnistiskt sam- félag — þar sem „rimnverulegur mœli- kvarði d ril<idœmið“ er sá tími sem allir geta ráðstafað sjálfir að eigin geðþótta. Hvorki innihaldslausar frístundir vinnandi fólks né tómleg tilvera aldr- aðra, heldur frjáls tími til al!t annars konar athafna. Ekki bara atvinnuleysi, heldur „skapandi atvinnuleysi" eins og Ivan Illich orðar það. Um jietta má lesa í bók Guy Aznar um frístundir og eftir- laun. Höfundurinn gengur út frá and- stæðunni milli ópersónulegs starfs, sem menn vinna aðeins launanna vegna, og þeirrar vinnu sem menn leggja sig alla fram við, til að ná markmiðum sem þeir meta mikils sjálfir. Hvers vegna ekki breytileg „vinnustundatafla" sem gerir mönnum kleift að vinna aðeins hálfan vinnudag? Hinn fjölhæfi framleiðandi? Örtcilvurnar og hinar ýmsu tölvuvélar gera framleiðslu í litlum verksmiðjum raunhæfari en áður og framleiðni þeina getur orðið jafn mikil og í stærri verk- smiðjunum. Þessi litlu verkstæði væru auk þess laus við stjórnunarkostnað og llutningskostnað, sem stóru verksmiðj- umar jmrfa að standa straum af. Fram- leiðandinn og neytandinn nálgast hvorn annan meir en áður, ]>að verður hægt að draga úr tapinu og sóuninni sem alltaf fylgir í kjölfar miðstýringar. Við eigum örtölvutækninni að þakka að hinn fjölhæfi verkamaður eða fram- 156
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.