Réttur


Réttur - 01.08.1980, Síða 57

Réttur - 01.08.1980, Síða 57
FORSENDUR ÞESSA ER: að allir vinnandi og vel hugsandi menn taki höndum saman um að skapa hér á landi þjóðfélag jafnaðar og sam- eignar íslendinga á undratækjum tækninnar og samstjórnar lands- manna á framleiðslu- og efnahagslífinu, og tryggja þannig frelsi og lýðræði landsmanna á öllum sviðum þjóðlífsins. ELLA VOFIR YFIR: innrás erlendra auðhringa, er leggja undir sig orku- auð landsins með aðstoð leppa sinna, — og einokun fárra auðkýfinga á undratækninni, með aðstoð örfárra hálaunaðra sérfræðinga. Slíkt myndi skapa einræði fámennrar auðstéttar, útlendrar og innlendrar í atvinnu- og framleiðslulífinu, — þrældóm nokkurs hluta verkalýðs en almennt, stöðugt atvinnuleysi fyrir allan fjöldann. í þessu hefti Réttar eru tvær greinar um örtölvubyltinguna, önnur um sjálfa vísinda- undirstöðuna, grein Páls Theodórssonar, — hin um virkiieikann, sem þessi örtölvu- bylting þegar er að skapa, þýddur kafli úr bók André Gorz. Menn sjá strax af þeim um hvílíka gerbyltingu í mannlegu lífi er að ræða. Það er því nauðsynlegt að við gerum oss það strax fyllilega Ijóst íslendingar, hvílík gerbylting á þjóðfélagsgrund- veDlinum hér er á ferð — og ákveðum hvernig við bregðumst við: hvort við ætlum að hagnýta þessa undratækni í þágu þjóðarheildarinnar, til að skapa þjóð vorri ný, áð- ur óþekkt lífskjör að gæðum, — eða hvort vér ætlum að láta misnota aila þessa möguleika til að skapa hér einræði auðvalds, er dæmi þorra þjóðarinnar til vítis at- vinnuleysisins. Það hefur i lok þriggja síðustu alda — að þessari meðtalinni — orðið iðnbylting, sem gerbreytt hefur framleiðsluöflum þjóðfélagsins: I lok 18. aldar varð gufubyltingin, sem auðvaldið þá hagnýtti í algeru „freisi" sínu til þess að dæma þá verkamenn, t. d. vefarana, sem áður höfðu unnið 8 tíma, við vefstóla sína og komist vel af, til al- gers atvinnuleysis og neyðar, rneðan miskunnarlaust auðvaldið þrælaði kon- um þeirra og börnum út 12—1(5 tíma á dag fyrir smánarkaup í verksmiðjum og kolanámum. I lok 19. aldar kom rafmagnið til sög- unnar með allri þeirri gerbyltingu, er jiað olli á öllum sviðum mannlegs lífs. Og nú í lok 20. aldar gerist stórfeng- legasta ,,vél“-byltingin af þeim öllum: örtölvu-byltingin, sem verið hefur í að- sigi og undirbúningi síðasta aldarljórð- ung. 185

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.