Réttur - 01.08.1980, Side 58
Þessari örtölvubyltingu, sem stæði
næstu áratugi, verður verkalýður handa
og heila, allur sameinaður, að stjórna
frá upphafi. Þetta er algerasta byifing í
mannkynssögunni, sem getur iosað
manninn endanlega af vinnunni sem
þrældómi, gert hana að „íþrótt“ sem
lífsnauðsyn, en gefið manninum frelsi:
frítíma til andlegs og listræns þroska, til
afþreyingar og öflunar þekkingar o.s.frv.,
t..d. 6—8 tíma vinnu 6 mánuði árs og 6
mánaða frí á fullu kaupi. Það er Ijóst að
eigi slíkt að gerast verður allur verka-
lýður heila og handa að vera pólitíski
samtaka um að þjóðarheildin og smærri
heildir eigi aðalframleiðslutækin — og
þá örtölvurnar fyrst og fremst — sam-
eiginiega og stjórni þeim í þeim tilgangi
að skapa jöfnuð og frelsi fyrir alla ís-
lendinga, og af því viti, hvað heildar-
skipulagningu og áætlunarbúskap snert-
ir, sem er forsenda fyrir því að þessi ger-
bylfingartækni verði til góðs.
Aldarþriðjungur hjaðningavíganna er
nú brátt á enda, þar sem atvinnurekenda-
stéttin hefur með verðbólguna að vopni,
að amerísku undirlagi svikið launafólk
um allar raunverulegar launahækkanir
og knúið fram lækkanir kaups, en safnað
miljarðaeignum í fasteignum og vélbún-
aði, — en launafólk orðið að þræla leng-
ur en ella gerist í Evrópu, til þess að
komast sæmilega af.
Og nú gerist eitt af tvennu mögulegu:
Annaðhvort einokar lítil klíka valda
og auðs þessa stórfenglegu, gerbyltandi
tækni fyrir sig, til óhemju auðsöfnunar
sér til Jianda, en cirbirgðar atvinnuleysis
fyrir þorra verkafólks, — eða al þýðan nær
sjálf þeinr völdum, sem jrarf til að stjórna
J)jóðfélagsþróuninni sér í hag.
Við skulum athuga þessa tvo úrslita-
kcrsti, er söguþróunin nú setur oss.
ísland orkunýlenda erlends
auövalds og atvinnuleysishelvíti
fyrir almenning
Nú þegar berst harðskeytt afturhalds-
klíka fyrir því að ofurselja erlendum auð-
félögum, einokunarhringum, orku fossa
vorra — (og kallar það að efla „frelsi ein-
staklingsins“) - og sama ofstækisklíka
myndi fagna því að örtölvubyltingin í
íslenskum iðnaði: fiskiðnaði, landbrm-
aðariðnaði og annars staðar hefði þær af-
leiðingar að valdið yfir atvinnutækjun-
um safnaðist á örfáar hendur, en megn-
inu af öllu verkafólki, sem hingað til
hefur unnið í sambandi við þessa lram-
leiðslu: á veiðiskipum, í verksmiðjum og
skrifstofum eða verslunum yrði sagt upp
og olurselt atvinnuleysinu — eins og nú
er að gerast í öllum auðvaldslöndum.
Verkalýðurinn er alltaf sterkur, Jregar
atvinnuleysi er lítið. Og stærstu sigrana,
— lífskjarabyltinguna, — vann hann, er
atvinnuleysið var ekkert.
Hættan er sú, að þegar erlendri og
innlendri auðmannastétt, er ræður auk
atvinnutækjanna yfir voldugum for-
heimskvandi fjölmiðlum, tekst að koma
á gífurlegu atvinnuleysi, jafnvel verra en
á árum heimskreppunnar, þá takist henni
að ná næstum einræði um kaupgjald og
kúga verkalýðinn vægðarlaust í krafti at-
vinnuleysis og neyðar, svifta hann eigi
aðeins Jaeírri afkomu, er hann nú hefur,
heldur ræna hann og eignum þeim, sem
hann hefur með miklum þrældómi kom-
ið sér upp, svo sem íbúðum o. fl.
betta er hættan, sem allt íslenskt launa-
fólk verður að horfast í augu við. Og
186