Réttur - 01.08.1980, Page 64
Guatemala
Hið kunna vestur-þýska blað „Frank-
furter Allgemeine Zeitung“ flytur þær
fréttir frá Guatemala að þar vof.i dauðinn
yfir hverjum stjórnarandstæðing eða
menntamanni. Á síðustu 24 mánuðum
voru drepnir yfir 300 bændaleiðtogar,
starfsmenn verklýðsfélaga, blaðamenn,
stjórnmálamenn, stúdentar og háskóla-
kennarar, einnig 5 prestar. Það er „dauða-
sveit“ harðstjórans Garcia, morðingjar
með 50 dollara laun á dag, sem fremur
morðin. Tveir erkibiskupar eru líka á
dauðalistanum.
Það er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar að
þessi morðstjórn situr að völdum í
Guatemala. 1954 lét Bandaríkjastjórn
steypa lýðræðislegri ríkisstjórn Arbenz
forseta, m. a. til þess að auka ofsagróða
einokunarhringsins bandaríska, United
FruitCo.,sem á mestar banana-og ávaxta-
ekrur þar. (Sjá Rétt 1954: Kvæði Jakob-
ínu Sigurðardóttur: „Brást þér værð?“
og grein Ásgríms Albertssonar um Guate-
mala.)
Yfirböðlarnir í Washington — CIA,
Pentagon (hermálaráðuneytið) og ríkis-
stjórnin — bera höfuðábyrgðina á morð-
ingjum lýðræðisins hvort sem er í Guate-
mala, San Salvador, Chile eða annars
staðar.
Pyntingar í Uruguay
Uruguay er eitt af þeim harðstjórnar-
ríkjum í Suður-Ameríku, sem stendur
undir verndarvæng bandaríska auðvalds-
ins.
Skammt frá höfuðborginni eru kvenna-
fangabúðirnar Punta Rieles. Þar verða
um 700 róttækar konur að þola hina
verstu meðferð. Meðal þeirra er Rita
Ibarburu. Hún var í miðstjórn Komm-
únistaflokksins, ritstjóri kvennablaðs-
ins „Nosostras“ og í ritstjórn tímarits
flokksins.
Rita er fædd 1915, hefur þýtt fjölda
sósíaliskra bóka á spænsku, m. a. eina
bók Krupskaju úr rússnesku. Eftir að
hún náðist er harðstjórnin komst til
valda 1973, helur hún sætt ægilegustu
pyntiugum, mánuðum saman verið und-
irorpin raflostum, hengd upp á hö-ndun-
um og lamin hræðilega. Blaðamaðurinn
Lareta, er slapp úr dýflissunni eftir svip-
aaðr pyntingar, liefur lýst meðferðinni á
Ritu og hetjuskap hennar. Hún taldi
kjark í meðfangana, sö.ng þjóðvísur Uru-
guay, lét ekkert buga sig. — Þúsundum
saman eru slíkar hetjur sósíalismans
kvaddar í dýflissum fasista. Og pyntinga-
meistararnir eru oft útlærðir úr kvala-
skólum CIA í Bandaríkjunum.
Það er skylda alþýðu um allan heinr
að berjast fyrir frelsi þessara fanga.
192