Réttur


Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 18

Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 18
Jakobína Sigurðardóttir: Morgunljóð Jakobína Sigurðardóttir, skáldkonan góða í Garði við Mývatn, orti þetta kvæði 1952, — fyrir 30 árum — og gaf „Rétti“ til birtingar. Það er einhver beittasta eggjan til íslendinga eftir hernámið að duga sem menn. Skömmu síðar ætlaði bandaríski hernámsflotinn að æfa land- göngu á Vestfjörðum, fornum slóðum Jakobínu. Þá brá hún við sem ákvæða- skáld, hét á landvættina að duga nú til verndar Vestfjörðum og varna árásar- liðinu landgöngu, í kvæðinu „Hugsað til Hornstranda” ort í september 1953. Og landvættirnir urðu við bón ákvæðaskálds- ins: það brast slíkur stormur á að innrásarliðið varð að flýja og gefast upp við alla landgöngu á þessum slóðum. Þá orti Jakobína „Hvort var þá hlegið í Hamri?“, 25. október 1953. Jakobína hefur ritað hvert meistara- verkið á fætur öðru og samt skrifað við síst betri aðstæður en Stephan G. forð- um. En þetta mesta skáld kvenþjóðarinn- ar á íslandi hefur aldrei fengið þá viðurkenningu, er hún á skilið. Skáldrit hennar eru hvert um sig einstök í sinni röð. Kvæðin og smásögurnar perlur, ævintýrið um Snæbjörtu hárbeitt ádeila í formi fornra ævintýra. Skáldsögurnar tvær „Dægurvísa“ og „Snaran“ eru strax formsins vegna ein- stæðar í sinni röð. „Dægurvísa“, þessi ramma ádeila úr Reykjavíkurlífinu, gæti því verið sem grískt leikrit samið eftir ströngustu listareglum þess tíma: Allt gerist á einum stað, sama húsinu, og á 24 tímum eftir Aristotelesar reglu! — Og „Snaran“ — ég gæti trúað að sú saga væri einstæð í heimsbókmenntunum strax formsins vegna: Eintal manns við sjálfan sig — öll sagan samt svo full af „spennu“ svo ekki sé talað um ádeiluna og viðvörunina til framtíðarinnar: erlendu verksmiðjurnar. Jakobína hefur leyft „Rétti“ að birta „Morgunljóð“ á ný, afmælisins vegna og hefur það ljóð aldrei átt brýnna erindi til hvers íslendings en nú. Læt ég nokkrar myndir fylgja með, sumar minna á margt, sem gerst hefur síðan hún orti og gerir eggjan hennar enn brýnni. E.O. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.