Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 18
Jakobína Sigurðardóttir:
Morgunljóð
Jakobína Sigurðardóttir, skáldkonan
góða í Garði við Mývatn, orti þetta kvæði
1952, — fyrir 30 árum — og gaf „Rétti“
til birtingar. Það er einhver beittasta
eggjan til íslendinga eftir hernámið að
duga sem menn. Skömmu síðar ætlaði
bandaríski hernámsflotinn að æfa land-
göngu á Vestfjörðum, fornum slóðum
Jakobínu. Þá brá hún við sem ákvæða-
skáld, hét á landvættina að duga nú til
verndar Vestfjörðum og varna árásar-
liðinu landgöngu, í kvæðinu „Hugsað til
Hornstranda” ort í september 1953. Og
landvættirnir urðu við bón ákvæðaskálds-
ins: það brast slíkur stormur á að
innrásarliðið varð að flýja og gefast upp
við alla landgöngu á þessum slóðum. Þá
orti Jakobína „Hvort var þá hlegið í
Hamri?“, 25. október 1953.
Jakobína hefur ritað hvert meistara-
verkið á fætur öðru og samt skrifað við
síst betri aðstæður en Stephan G. forð-
um. En þetta mesta skáld kvenþjóðarinn-
ar á íslandi hefur aldrei fengið þá
viðurkenningu, er hún á skilið. Skáldrit
hennar eru hvert um sig einstök í sinni
röð. Kvæðin og smásögurnar perlur,
ævintýrið um Snæbjörtu hárbeitt ádeila í
formi fornra ævintýra.
Skáldsögurnar tvær „Dægurvísa“ og
„Snaran“ eru strax formsins vegna ein-
stæðar í sinni röð. „Dægurvísa“, þessi
ramma ádeila úr Reykjavíkurlífinu, gæti
því verið sem grískt leikrit samið eftir
ströngustu listareglum þess tíma: Allt
gerist á einum stað, sama húsinu, og á 24
tímum eftir Aristotelesar reglu! — Og
„Snaran“ — ég gæti trúað að sú saga væri
einstæð í heimsbókmenntunum strax
formsins vegna: Eintal manns við sjálfan
sig — öll sagan samt svo full af „spennu“
svo ekki sé talað um ádeiluna og
viðvörunina til framtíðarinnar: erlendu
verksmiðjurnar.
Jakobína hefur leyft „Rétti“ að birta
„Morgunljóð“ á ný, afmælisins vegna og
hefur það ljóð aldrei átt brýnna erindi til
hvers íslendings en nú. Læt ég nokkrar
myndir fylgja með, sumar minna á
margt, sem gerst hefur síðan hún orti og
gerir eggjan hennar enn brýnni.
E.O.
82