Réttur


Réttur - 01.04.1982, Side 54

Réttur - 01.04.1982, Side 54
Falklandseyja-stríðið — múgmorð valdahrokanum til dýrðar. Stríð Argentínu og Englands um Falklandseyjar er sem skóladæmi um hroka og níðingshátt þeirra drottnara, sem þar eigast við og þarf vissulega að athugast bæði frá því sjónarmiði og öðru. Það má í því sambandi minna enn einu sinni á það, sem franskur stjórnmáiamaður sagði eitt sinn við son sinn: „Þú munt sjá það síðar meir, sonur sæll, af hve hverfandi litlu viti heiminum er stjórnað.“ Fasistaforingi, er drottnar yfir Argen- tínu, heldur þar tug þúsunda alþýðu- manna í fangelsi og hefur látið myrða um 15 þúsund stjórnarandstæðinga, þarf að reyna að beina hug fólksins að einhverju öðru en neyðinni, sem harðstjórn hans leiðir yfir fólkið. — Hann lætur því her sinn taka varnarlausar Falklandseyjar og innlima í ríki sitt og æsir upp þjóðremb- ing fólksins eftir mætti. Járnfrúin breska, sem ekkert hafði skeytt um varnir eyjanna og því síður um hag eyjarskeggja — aðeins lýst þá 2. flokks borgara Bretaveldis, — býður út her hins hrynjandi heimsveldis síns og segist ætla að sýna „árásaraðilum“ í tvo heimana í nafni „lýðræðis, frelsis o.s.frv.“ Þjóðarrembingurinn er nú magnaður í Englandi rétt eins og heimsveldið væri ekki hrunið og ámátleg ambátt Banda- ríkjavaldsins tekin þar við. — Það má vissulega segja um frú Thatcher að „oft sé flagð undir fögru skinni“. Hinir fáu, fátæku, friðsælu íbúar Falk- 118

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.