Réttur


Réttur - 01.04.1982, Side 27

Réttur - 01.04.1982, Side 27
neitað að hörmulega hefur oft skort skilning- inn hjá ýmsum þeim, sem telja sig til vinstri á kvenfrelsishugsjóninni. * * * Ef kvenfrelsiskonur berjast fyrir fullum réttindum og frelsi allra kvenna, einnig al- þýðukvennanna, þá eiga þær að skipa sér í fylkingu sósíalismans, ef fullur sigur á að nást. En þá verða líka karlmennirnir meðal sósíalista, ekki síst þeir, er forustu skipa og forráð hafa að sýna það í verki að þeir meti baráttukonuna til jafns við karlmanninn — og á því hefur verið mikill misbrestur. Mun vafalaust reyna á það við næstu þingkosn- ingar hvort karlmenn þeir, er forustu skipa, hafa skilið þetta til fulls — og láta ekki neinn klíkuskap standa i vegi þess að vera trúir hugsjóninni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Valgerður Bjarnadóttir Og svo er annað, sem forustumenn Al- þýðubandalagsins verða vel að gæta að: Bar- áttumálin verða sifellt fleiri og oft ólíkari því sem upphaflega var. Umhverfisverndunin verður æ viðkvæmara mál, ekki síst er menn sjá hvert Evrópulandið á fætur öðru verða mengun og eyðileggingu fegurðar að bráð. En vér eigum hér heima eigi aðeins fagurt land, — heldur og hreint loft, ferskt vatn ofl. ofl. sem vernda þarf gegn ásókn hrægamma auðvaldsins — ekki síst hins útlenda, sem sjá hér fyrst og fremst í fossaflinu okkar ódýru orku til að græða á — og forpesta umhverf- ið. Það var því hressandi og uppörvandi að heyra í sjónvarpinu svar annarrar konunnar á kvennalistanum á Akureyri, Valgerðar 91

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.