Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 49
100 ár:
Georgi Dimitroff
Georgi Dimitroff var einhver víðsýnasti, stórbrotnasti og djarfasti leiðtogi sósialism-
ans á þessari öld og lét í stórfenglegri stjómlist sinni mannkyni öllu eftir sígildan arf,
sem ei mun firnast, ef mannkynið lifír þá hættustund af, sem það nú er í.
Dimitroff var fæddur 18. júní 1882. Gerðist félagi í prentarafélaginu í Búlgaríu árið
1900. Stofnaði Kommúnistaflokk Búlgaríu 1919. Vakti heimsathygli, er hann vann
andlega sigurinn á valdakerfi nasismans í Leipzig 1933. Varð foringi Alþjóðasambands
Kommúnista 1935 og raddi samfylkingarstefnunni braut. 1946 verður hann aðalritari
búlgarska Kommúnistaflokksins og forsætisráðherra. Lést 2. júlí 1949.1
Það er fyrst og fremst tvennt í arfi
Dimitroffs, sem alþýða heims þarf að
tileinka sér og læra af fordæmi hans.:
í réttarhöldunum í Leipzig 1933 sýndi
hann, — svo allur heimurinn sá, — með
dirfsku sinni frammi fyrir böðlum Hitlers
yfirburði anda og hugsjónar sósialismans
yfir blóðþyrstu ríkisvaldi hamstola auð-
mannastéttar — og sigraði. Hann varð
fyrirmynd hetjunnar í baráttunni við fas-
ismann og í yfirheyrslu fangans Dimitr-
offs með böðulssverðið yfir höfði sér
birtist mannleg reisn í sinni rismestu
mynd, er hann tætir sundur þvætting
ráðherrans Görings, ofbeldismannsins, er
ofmetnaðist í skjóli valds síns en varð sér
til skammar frammi fyrir gervöllum heimi.
— Veröldin þyrfti í dag að sjá það
sjónarspil endurtekið: Endurborinn
Dimitroffs líka yfirheyra vægðarlaust
valdsmanninn Ronald Reagan, sem stend-
ur reiðubúinn að tendra tortímingarbál
mannkyns, — eins og Göring stjórnaði
íkveikjunni í ríkisþinghúsinu forðum, —
og tæta sundur blekkingar og hótanir
þessa hrokafulla lítilmennis svo allur
heimur megi sjá hvílík vitfirring það er
að eiga örlög mannkyns undir valdahroka
slíks manns.
En í öðru lagi mótaði Dimitroff þá
viðfeðmu samfylkingar- og þjóðfylkingar-
hugmynd í baráttunni við ógn fasismans,
sem hótaði tortímingu allrar menningar
og frelsis, — þá hugmynd, sem að síðustu
sigraði — þrátt fyrir allt.2 Þar með sýndi
hann sig að vera eigi aðeins það andans
stórmenni, sem heimurinn þekkti frá
Leipzig, heldur og sá stjórnsnillingur, er
lagði drögin að einingu þeirra óskildu
afla, er yfirbuguðu nasismann að lokum.
— Það eru slík andans stórmenni á sviði
stjórnlistarinnar, sem mannkynið þarfn-
ast í dag, þegar það veltur á lífi eða dauða
mannkyns að alþýða allra landa, fylking-
113