Réttur


Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 40

Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 40
samherja jafnt og andstæðinga í harðri pólitískri baráttu um margra áratuga skeið. Þessu ollu vits- munir hans og kjarkur, en ekki síður hreinskilni hans og hispursleysi. Alla þessa miklu kosti bar hann fram með reisn og höfðingsbrag. Hann stóð í margri pólitískri höggorrustu, hlóð stundum valkesti á báðar hendur eins og kappar mestir til forna, en sverð hans var jafnan fægt og skínandi. Andstæðingarnir þurftu ekki alltaf að binda um sárin, en þau voru hrein, því sverð hans var einatt flugbeitt. Því miður auðnaðist fyrst og fremst aðeins Aust- firðingum að kynnast þessum skörungi. íslenska þjóðin sem heild fór þess á mis og það varð hlutskipti Bjarna Þórðarsonar að vinna þrekvirki sín í tiltölulega litlu og afskekktu byggðarlagi. Ég hefi oft hugsað um það, hvernig hvernig hann hefði notið sín á Alþingi íslendinga. Trú mín er sú, að þar hefði hann orðið þingskörungur, ekki síður en baráttufélagi hans um langa tíð. Lúðvík Jósepsson, en það hefði verið með öðrum stíl. Ég hafði aldrei tækifæri til þess að umgangast Bjarna Þórðarson á þann hátt, að af yrðu náin kynni. Við hittumst á ýmislegum fundum sósíalista og sveitarstjórnarmanna á Austurlandi. En kannski urðu samskiptin mest í sambandi við blaðið, sem hann ritstýrði um áratuga skeið, „Austurlandi". Það var alltaf tilhlökkunarefni að eiga von á að hitta hann eða heyra í honum á þessum fundum. Hann tók ekki mjög oft til máls, en þá lét hann í ljós skoðanir og ætíð vel rökstuddar. Mér fannst jafnan að flest væri fram komið í hverju máli, er Bjarni hafði sagt sitt álit. Ef um sveitarstjórnarmál á Austurlandi var að ræða, var hann vissulega oft mikill Norðfirðingur, enda láði honum enginn, þótt hann bæri fyrir brjósti þann stað, sem hann hafði átt svo mikinn þátt í að byggja upp. Guðmundur Vigfússon segir um Bjarna: í hálfa öld stóð Bjarni í fylkingarbrjósti sósíalista í Neskaupstað. Hann var jafnframt áhrifamikill leið- togi í hreyfingu og samtökum sósíalista í Austur- landskjördæmi og lengstaf ritstjóri Austurlands sem hann stýrði af dugnaði og úthaldi sem er næsta sjald- gæft. Hann var löngu landskunnur fyrir afskipti sín af sveitarstjórnarmmálum og af löngu og farsælu starfi sem bæjarstjóri í Neskaupstað. Hann var lengi atkvæðamaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga og gegndi þar trúnaðarstörfum. Á fundum sam- bandsins og fulltrúaráðs þess kvaddi Bjarni sér oft hljóðs og mælti jafnan af þeim röskleika og hikleysi sem einkenndi málflutning hans. Á þeim vettvangi var jafnan hlustað vel á það sem Bjarni lagði til mála, enda enginn í efa um þekkingu hans og víð- tæka reynslu á málefnum sveitarfélganna. Neskaupstaður hefur nú í nær fjóra áratugi reynst óvinnandi vígi sósialista og reyndist svo enn í kosn- ingunum síðastliðinn laugardag er Alþýðubandalag- ið hélt þar hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Þannig hefur sá grundvöllur dugað sem þrír ungir hugsjóna- menn, Bjarni, Lúðvík og Jóhannes lögðu fyrir nær hálfri öld, og hafa síðan styrkt og eflt með dugmikl- um verkum sínum og öflugu fylgi ágætra samherja. Mun þessa starfs og árangurs þess lengi minnst í hreyfingu íslenskra sósíalista sem lýsandi fordæmis um skynsamleg og farsæl vinnubrögð. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.