Réttur


Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 43

Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 43
Athugum nokkrar tölur um vígbúnað- inn. Fjárhagsárið 1981 voru hernaðarút- gjöld Bandaríkjanna á fjárlögum 182 milljarðar dollara — eða meir en hernað- arútgjöld allra þróaðra þjóða auðvalds- ríkja og sósíalísku ríkjanna til samans.' Bandaríkin hafa 5% af íbúum jarðar, en auðmannastétt þeirra hefur sett sér það mark að drottna yfir öllum öðrum þjóðum heims í krafti auðs og vopna- valds. Núverandi forseti, Ronald Reagan, stefnir út í brjálaðan vígbúnað til þess að reyna að ná þessu þokkalega takmarki. Hernaðarútgjöld Bandaríkjanna, sem voru 13 milljarðar dollara 1950, eiga að verða 230 milljarðar dollara, ef hann og auðmannaklíkan bak við hann fá að ráða. í kosningastefnuskrá hans var jafnvel stefnt í áttina að 400 milljörðum dollara. „Réttur" hefur áður skýrt frá ofsagróða þeirra auðhringa, er framleiða þessi manndráps- og valda-tæki. Alls er nú talið að mannkynið verji 600 milljörð- um dollara á ári í vígbúnað. Jafnframt hafa auðhringar Bandaríkj- anna aukið í sífellu gróða sinn af fjárfestingu í Vestur-Evrópu og í raun- verulegum nýlendum eins og Suður- Kóreu og fleiri slíkum löndum, sem Bandaríkin raunverulega leggja undir sig. — Þessi gróði bandarísku auðhring- anna var 1960 5 milljarðar dollara, — orðinn 14 milljarðar dollara 1970 og um það bil 80 milljarðar dollara 1980. Allur þessi gróði rennur skattfrjáls til auðfélag- anna, — en hinsvegar greiða Bandaríkin í ár af fé skattborgaranna 250 milljarða dollara í hernaðarútgjöld, „utanlands- hjálp“ (þ.e. mútur og kostnað við að hafa völd í þessum löndum), vexti af stríðsskuldum fyrri ára og greiðslur til gamalla hermanna — til þess að auð- hringirnir geti grætt sína 80 milljarða og notið þeirra einir! Það er til nóg fé í heiminum ti þess að útrýma hungri,, fátækt, fáfræði og öðru böli mannkynsins. En til þess að ná valdi yfir þessu fé verður alþýða heims að taka höndum saman og taka völdin af auðvald- inu hver í sínu landi. En þar sem auð- mannastéttir flestallra auðvaldsríkja og raunverulegra „nýlendna“ Bandaríkj- anna eru bundnar á klafa bandaríska auðvaldsins, verður alþýða heimsins að gera sér ljóst að einmitt bandaríska milljónavaldið er höfuðóvinur hennar og orsök eymdar hundraða milljóna manna, og því verður það lífsnauðsyn mannkyns- ins að sigra þetta auðvald — en án stríðs, — heldur með því að vekja fjöldann af jarðarbúum til meðvitundar um að líf mannkynsins velti á því að þetta ógnar- vald sé endanlega brotið á bak aftur. — Og það er ekki óhugsandi, því banda- ríska þjóðin er sjálf að byrja að rísa upp gegn því vitfirringsvaldi, sem ella leiðir mannkynið til glötunar. SKÝRINGAR: 1. Ameríski hagfræðingurinn Victor Perlo gerir mjög ýtarlega grein fyrir þessum aðstæðum í þýska ritinu „Einheit", 8. hefti 1981, bls. 829- 834. Mjög ýtarlegar tölur um hinn gríðarlega gróða fjölþjóðahringanna má finna í tímaritinu „Probleme des Fridens und des Sozialismus" 4. hefti 1982, bls. 512 - 521. 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.