Réttur


Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 34

Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 34
Þá stóð gesturinn upp, tók peningaveski uppúr vasa sínum og sagði: — Þá þarf ekki fleiri vitananna við. Þú ert maðurinn sem getur gert mér greiða. Hann fleygði veskinu að fótum gömlu konunnar. Seðlar þyrluðust upp og gesturinn sagði: — Hafið þetta, til tryggingar. Sæluhrollur fór um Vicente Matías og honum vöknaði um augu: — Luciana, sagði hann, geymdu þessa peninga hjá hinum, ég fer með herranum. Hann herti mittisólina sem sykurskurðar- hnífurinn hékk í. — Komdu, sagði hann og hélt af stað. Gamla konan horfði á eftir þeim nokkra stund, síðan fór hún innfyrir og lokaði. Þeir klifruðu upp kjarri vaxna hlíðina og gripu það sem hendi var næst sér til stuðnings. Loks komu þeir að hellismunn- anum. Sá gamli þurrkaði svitann af enninu. Hinn horfði niður hlíðina á litla húsið, ein- manalegt í víðáttunni, og tréð sem Matías sagðist hafa gróðursett og var einsog Iitill grár blettur á grænum grunni. — Lítil ljósmynd gæti hæglega dottið niður um einhverja af þessum sprungum, ekki satt? — Jú, andvarpaði Matías og krauð niður til að leita á hellisgólfinu. Maðurinn stóð enn fyrir aftan hann og beygði sig ekki einu sinni, horfði á bogið bak gamla mannsins og bert höfuð hans. — Og meira að segja gæti manneskja dottið niður um þessar sprungur, ekki satt? — O, ætli það, ekki held ég það nú, ekki heil manneskja, sagði gamli maðurinn með andlitið niðri við gólfið og fann kalt loft streyma þaðan. — Kannski ekki maðurinn sjálfur, en mannorðið, það gæti farið, ha? Gamli maðurinn stirnaði upp og sneri enn baki í gestinn, horfði í gráar æðar grjótsins. — Af hverju segirðu það? — Af þvi kannski var frændi þinn ekki stigamaður í raun og veru. Matías létti. Hann hafði verið að hugsa svolítið sem var of voðalegt til að hafa það lengi í kollinum, og nú kraup hann aftur nið- ur og ýtti nokkrum þurrum pálmablöðum til hliðar. — Bróðir minn var það ekki heldur. Gamli maðurinn rétti snögglega úr sér en þorði ekki að snúa sér við. Hann horfði þrjóskulega á gráar æðar grjótsins í handar- baksfjarlægð frá augum sínum og ískaldur vindur lék um hann neðan frá nafla. — Bróðir minn kom hingað til að vinna fyrir byltinguna. Sá gamli reyndi að gleyma þessu sem sveið og brann I höfði hann og gat ekkert sagt nema: — Þetta hefur margan hent. En í þetta sinn skalf rödd mannsins af hita og þunga sem ekki hafði verið þar áður: — Já, vegna þess að enn eru til náungar sem selja fólk og senda sveitalögregluna á það sofandi; Matias stóðst ekki mátið. Hann sneri sér við leiftursnöggt og sá hvar hönd mannsins bar við dagsljósið og hún miðaði byssu að höfði hans og hann heyrði síðustu orð gestsins: — Geymdu þessa peninga hjá hinum, Vieente Matías! Síðan fylltist hellirinn af snöggum hávaða sem nísti merg og bein og leðurblökur flugu upp, óttaslegnar. (Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi) 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.