Réttur


Réttur - 01.04.1982, Síða 12

Réttur - 01.04.1982, Síða 12
Engin ástæöa til að kvarta kæri jjranni — sprenjyan er enn í okkar eigin landi. auðvalds með aðsetur i New York, London, Frankfurt, Paris og Tókíó. Á hverju þrepi valdapýramidans safnast hagnaður sem er yfirfærður á næsta þrep fyrir ofan. Þannig eru öll þrepin, nema það efsta og neðsta að dómi Fank að nokkru höfuðból og að nokkru hjáleigur. Örlagarikast er þó, að því er þrengt upp á hjáleigurnar að aðlaga sig að efnahags- kerfi einokunarfjármagnsins. Þessi skipan mála veldur þróun á höfuðbólinu en vanþró- un á hjáleigum. Ákvarðanir um verslun, fjár- festingu, framleiðslu og tækninýjungar eru teknar á höfuðbólinu og ánauðin þvingar hjá- leigurnar til að aðlaga sig að kröfum höfuð- bólanna. Innlendu fámennisstjórnirnar í þróunarlöndum verða yfirleitt að lúta vilja æðstu höfuðbólanna, þ.e. fjármagnsmið- stöðvanna í honum auðugu Vesturlöndum. Rétt er að taka fram að André Gunder Frank byggir kenningu sína einkum á eigin rann- sóknum á þróun efnahagslífs i Brasilíu og Chile og samskiptum þeirra við risann í norðri — Bandaríkin. Þannig hefur verið komið á, samkvæmt fyrrgreindum kenningum, alþjóðlegri skiptingu heimsins í snauða hráefnafram- leiðendur annars vegar, og rík iðnríki hins vegar sem þvingað hafa fram verkaskiptingu sem að mestu lýtur þörfum auðugu ríkjanna fyrir hráefni, markað og fjármagn. Slík verkaskipting útheimtir að ráðandi stétt iðn- ríkjanná komi sér upp hirð feitra þjóna úr röðum millistéttarmanna í þróunarlöndun- um. Sú stétt ásamt innlendri borgarastétt gegnir því þjónustuhlutverki að fást við stjórnmálavafstur, stjórnsýslu— og her- naðarstörf. Þetta kerfi hvílir þó fyrst og fremst á hernaðarlegu valdi auðugustu iðn- ríkjanna 76

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.