Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 29
leyfar þess í samfélagi þvi, er ríkti á Krít 1500
árum fyrir Kristsburð, — minna má á frá-
sögn biblíunnar um Deboru, „dómarann”,
— og allra skýrast — er þetta í forsögu
Grikkja og goðafræði þeirra. Sjálfstæði
konunnar í íslendingasögunum er og tví-
mælalaust leyfar frá frjálsu ættasamfélagi —
og enn hefur haldist hér í lögum að börn
megi kenna jafnt við mæður sem feður
(enda vissara) svo sem Droplaugarsynir
gerðu forðum daga.
Á þessum tíma „mæðraveldisins”,
(Matriarkat) — eins og það oft er kallað, en
ekki réttilega, þvi konan var þá meira foringi
en valdhafi, — setti þetta þjóðfélagsástand
og svip sinn á trúarbrögðin. Menn skópu sér
þá sem síðar goðin í sinni mynd — og það
var engin tilviljun að æðsti guðdómurinn i
Soffta Guðmundsdóttir
þeim fjölbreytta goðaheimi var kona: ,,hin
mikla móðir” — eða „Magna mater” eins
og var heitið á henni á latneskri tungu, er
Rómverjar kynntust fyrirbrigði þessu ekki
síst í löndum þeim er lágu að Miðjarðarhafi,
og heyrði þá að mestu forsögunni til. Bók4
eins helsta grískufræðings Breta, George
Thomsons, er var prófessor i grísku við
Birmingham-háskóla, gefur máske gleggsta
rnynd af þvi hvernig þróunin (og byltingin)
frá „mæðraveldi” til karlaveldis endurspegl-
ast i goðafræði og hetjusögum Grikkja.
Of langt mál yrði að ræða þetta mál hér, en
benda skal á eftir á nokkrar bækur um þetta
áhugaverða viðfangsefni.
SKÝRINGAR.:
1. í „Rétti” frá þessum árum eru margar greinar um
kvenfrelsisbaráttuna, svo sem „Konan og sósialism-
inn 1975 (1. hefti), fyrirlestur Jóhannesar úr
Kötlum: „Konan, menningin og friðurinn” (3. h.
1975), margar greinar í 4. hefti 1975 helgaðar bar-
áttuári konunnar.
2. Sjá grein í Rétti 1975, bls. 238—241: „Sylvia Pank-
hurst og Lenin 1920”.
3. Bók þessi heitir „Studies in aneient Greek Society.
The Prehistorie Ægean”, London 1949. Bók
Friedrich Engels „Uppruni fjölskyldunnar, einka-
eignarinnar og ríkisins”, sem Asgeir Bl. Magnússon
þýddi og kom út 1951 hefur eigi aðeins inni að halda
bæði i formála Ásgeirs og bókinni sjálfri miklar upp-
lýsingar um söguskeið „móðurréttarins”, heldur er
og í hvortveggja visað til fjölda bóka um þetta stór-
merkilega mál. — Sá, sem að vissu leyti ruddi braut-
ina með visindariti sínu um þetta söguskeið var
Baehofen með riti sinu „Multerrecht”
(Móðurréttur) 1861 og fjallaði um þróunarsögu fjöl-
skyldunnar. — Skal þeim, sem vilja kynna sér þessi
mál sögulega sérstaklega bent á þýðingu Ásgeirs á
bók Lngels, ef þeir vilja fyrst og fremst lesa um mál
þessi á íslensku, en á rit G. Thomsons, ef enskan
kemur þeim að gagni.
93