Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 44
Afleiðingar auðvaldsskipulagsins:
14 milljónir bama deyja
árlega úr hungri og
sjúkdómum
Þegar menn lásu forðum daga um „barnamorðin“ í Betlehem fylltust
menn hryllingi. Og ljótt þótti það og að lesa um að börn væru borin út,
oft sökum fátæktar og matarskorts.
En í hinum tæknimenntaða, auðuga heimi mannanna í dag, þar sem
auðæfin á vissum stöðum eru slík að út af flóir — í drápstæki, er tortímt
gætu mannkyni öllu, — þar eru barnamorðin í stærsta stíl, sem sagan
þekkir, orðinn daglegur viðburður, sem hið kalda hjarta auðvaldsins
ekki kippir sér upp við.
Bandaríkjaauðvaldið myrti hundruð þúsunda barna með napalm-
sprengjum í Vietnam. Það var fljótvirk aðferð til þess að láta vopna-
hringina græða — og vakti andúð alls þorra mannkyns.
En mikill hluti mannkyns er ennþá ónæmur fyrir miklu ægilegri glæp:
Auðvaldsskipulagið sjálft myrðir árlega með ranglæti sínu, gróðaþorsta
og níðingsskap gagnvart öllum minnimáttar 14 milljónir bama úr hungri
og sjúkdómum fátæktarinnar, sem auðvaldið verndar og varðveitir.
Nato-hræsnarar tala hástöfum um
mannréttindin, sem þeir þykjast ætla að
vernda, — en hvað er um mannréttindi
þessara 14 milljóna barna, sem auðvaldið
dæmir árlega til dauða — auk þeirra
fullorðnu, sem falla einnig í gröf vegna
þess hve svívirðilega auðæfum heimsins
er varið.
Það mætti útrýma öllu hungri og
fátækt í heiminum bara með því að nota
108