Réttur


Réttur - 01.04.1982, Side 52

Réttur - 01.04.1982, Side 52
E.P. Thompson í heimsókn á íslandi E.P. Thompson, sagnfræðingur og friðarvinaforinginn, var í heimsókn í Reykjavík dagana 25-27 mars. Flutti hann m.a. ágæta ræðu á stórfundi hernámsandstæðinga í Háskólabíó, er vakti mikla og verðskuldaða hrifningu. En það gerðist eftirtektarvert fyrir- brigði í sambandi við heimsókn þessa ágæta sagnfræðings, sem lýsir máske betur en margt annað hvert stefnir með íslenska menningu og tengslin við sögu vora og fortíð að svo miklu leyti sem borgarastéttin og blöð hennar ráða. Þessi maður hefur ritað stærstu og bestu ævisögu William Morris, 900 bls. bók í stóru broti1, og ritar þar eitt af því fegursta, sem sagt hefur verið um áhrif íslenskrar fornmenningar á „nútíðina“, ef við megum reikna hana hundrað ár aftur í tímann. Morris var einhver mesti Islandsvinur, er uppi var í Bretlandi á 19. öld — og af mörgum talinn mesti maður Bretlands á þeirri öld. Hann var vinur Jóns Sigurðssonar, ferðaðist tvisvar um ísland og reit frægar dagbækur þar um. Matthías Jochumsson var vinur hans og reit, er Morris dó, að nafn hans ætti að standa gulli letrað á íslands söguskildi. Það, sem svo gerðist, þegar Thomp- son, besti ævisöguritari William Morris, kemur til íslands, — er að ekkert borgarablaðanna minnist á komu hans, hvað þá hefur viðtal við hann um Morris. — Látum vera að þessir fulltrúar íslenskr- ar burgeisastéttar séu svo ofstækisfullir, að þeir megi ekki heyra friðarbaráttu nefnda, — það gæti minnkað möguleika þeirra til að fórna lífi íslendinga fyrir bandarískt hervald og auðvald. En að þeir skuli vera svo skyni Kdward P. Thompson 1. Sagt var frá E.P. Thompson og vitnað í ummæli hans um Morris í Rétti 1975, bls. 176 í grein um William Morris. 116

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.