Réttur


Réttur - 01.04.1982, Síða 6

Réttur - 01.04.1982, Síða 6
(■iiAimindiir Þ. Jnnsson því að fyrirhugað byggingasvæði við Rauðavatn mundi reynast dýrt og erfitt í uppbyggingu. Skortur á leiguhúsnæði eða húsnæði sem hægt er að eignast með viðráðanlegum kjörum er einnig vandamál sem ekki er hægt að leysa á fjórum árum, en þar er þegar hafin breyting til batnaðar vegna hinna nýju laga um húsnæðismál sem Alþýðubandalagið lagði mikið kapp á að koma i gegnum þingið og til framkvæmda. Ég hef hér á undan rakið ýmis atriði sem gerðu stöðu Alþýðubandalagsins erfiða í borgarstjórnarkosningunum, en ekki rakið þau margvislegu mál sem Alþýðubandalagið mátti vera stolt af og hefði átt að gefa því aukið fylgi. Það hef ég áður gert i greinum í Rétti. Mér er efst í huga sú staðreynd kosninganna að alltof margir kjósendur yfirgáfu Alþýðubandalagið og er að leita svara við spurningunni um það hvers vegna þetta gerðist. Sigurvegararnir Þeir sem voru óánægðir með Alþýðu- bandalagið áttu tvær greiðar flóttaleiðir. Fyrir þá sem kusu Alþýðubandalagið 1978 til að hegna Sjálfstæðisflokki og Framsóknar- flokki vegna kaupránslaga lá nú leiðin opin til Sjálfstæðisflokksins sem var án ábyrgðar á stjórn land og borgar. Flokkurinn var nokkuð hávær í kosningabaráttunni, boðaði lækkun á skattheimtu borgarinnar, og í þeim herbúðum ríkti fögnuður vegna þess að flokknum tókst að bjóða fram í einu lagi og yfirvofandi klofningi var afstýrt. Það skipti ekki máli þótt flokkurinn hefði haft næsta litið til málanna að leggja í stjórnarandstöðunni í borgarstjórn og borgarstjóraefnið væri ekki öllum að skapi, flokkurinn hafði byrinn og sterka fjölmiðla með sér. Fyrir óánægða vinstrisinna var kennafram- boð lausnin þó að aðstandendur þess fram- boðs vildu ekki vita mun á hægri og vinstri í kosningabaráttunni. Kvennaframboðið átti rætur sínar í óþoli og óánægju kvenna sem sætta sig ekki við hve hægt samfélaginu miðar fram á við í átt til jafnréttis. Konur á íslandi eru mun fámennari bæði í sveitarstjórnum og og á þingi en konur í nágrannalöndum og m.a. þess vegna átti hugmyndin um kvennafram- boð strax i upphafi töluverðan hljómgrunn. Hópurinn sem að framboðinu stóð viðhafði aðlaðandi vinnubrögð og fékk auðveldlega konur sem telja sig ekki hafa áhuga á að 70

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.