Réttur


Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 6

Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 6
(■iiAimindiir Þ. Jnnsson því að fyrirhugað byggingasvæði við Rauðavatn mundi reynast dýrt og erfitt í uppbyggingu. Skortur á leiguhúsnæði eða húsnæði sem hægt er að eignast með viðráðanlegum kjörum er einnig vandamál sem ekki er hægt að leysa á fjórum árum, en þar er þegar hafin breyting til batnaðar vegna hinna nýju laga um húsnæðismál sem Alþýðubandalagið lagði mikið kapp á að koma i gegnum þingið og til framkvæmda. Ég hef hér á undan rakið ýmis atriði sem gerðu stöðu Alþýðubandalagsins erfiða í borgarstjórnarkosningunum, en ekki rakið þau margvislegu mál sem Alþýðubandalagið mátti vera stolt af og hefði átt að gefa því aukið fylgi. Það hef ég áður gert i greinum í Rétti. Mér er efst í huga sú staðreynd kosninganna að alltof margir kjósendur yfirgáfu Alþýðubandalagið og er að leita svara við spurningunni um það hvers vegna þetta gerðist. Sigurvegararnir Þeir sem voru óánægðir með Alþýðu- bandalagið áttu tvær greiðar flóttaleiðir. Fyrir þá sem kusu Alþýðubandalagið 1978 til að hegna Sjálfstæðisflokki og Framsóknar- flokki vegna kaupránslaga lá nú leiðin opin til Sjálfstæðisflokksins sem var án ábyrgðar á stjórn land og borgar. Flokkurinn var nokkuð hávær í kosningabaráttunni, boðaði lækkun á skattheimtu borgarinnar, og í þeim herbúðum ríkti fögnuður vegna þess að flokknum tókst að bjóða fram í einu lagi og yfirvofandi klofningi var afstýrt. Það skipti ekki máli þótt flokkurinn hefði haft næsta litið til málanna að leggja í stjórnarandstöðunni í borgarstjórn og borgarstjóraefnið væri ekki öllum að skapi, flokkurinn hafði byrinn og sterka fjölmiðla með sér. Fyrir óánægða vinstrisinna var kennafram- boð lausnin þó að aðstandendur þess fram- boðs vildu ekki vita mun á hægri og vinstri í kosningabaráttunni. Kvennaframboðið átti rætur sínar í óþoli og óánægju kvenna sem sætta sig ekki við hve hægt samfélaginu miðar fram á við í átt til jafnréttis. Konur á íslandi eru mun fámennari bæði í sveitarstjórnum og og á þingi en konur í nágrannalöndum og m.a. þess vegna átti hugmyndin um kvennafram- boð strax i upphafi töluverðan hljómgrunn. Hópurinn sem að framboðinu stóð viðhafði aðlaðandi vinnubrögð og fékk auðveldlega konur sem telja sig ekki hafa áhuga á að 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.