Réttur


Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 2

Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 2
í þessari níðingsstyrjöld nægir auðdrottnunum að viðhalda valdi sínu yfir meirihluta heims, til þess að fremja þessi barnamorð: þau eru afleiðing auð- valdsskipulagsins, himinhrópandi ranglætis þess, arðráns og kúgunar. Það er ekki hollt þeim, sem við bjargálnir búa, að líta þessa ógn. Það á enn við það, sem Þorsteinn Erlingsson orti fyrir tæpri öld: „En píni þig varfærið vonleysis hróp, þá varastu þangað að fara, því flestum mun holt, nema honum sem skóp, að horfa á þann traðkaða skara, þjer blöskrar að heyra það brauðleysis óp til blágrárra ómálga vara, og sjá þennan skjögrandi horgrinda hóp með hungruðum kýraugum stara.” Barnamorðin miklu eru veruleiki. Kjarnorkustyrjöld er yfirvofandi hætta: gereyðing mannkyns. En auk þessara vágesta þá verður heimskreppa auðvaldsskipulagsins æ harðvítugri. Og nú er sem versta afturhaldið á íslandi hlakki til að fá hana yfir ísland, til þess að geta náð sér nióri á launastéttunum. Það vonast til þess að í skjóli 10% atvinnuleysis takist að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur: lækka kaupið, ræna íbúðunum og öðrum eignum alþýðu, er hún hefur eignast með striti sínu. Þetta er hægt að hindra og verður að hindra! Allt launafólk verður að sameinast í stjórnmálum og gera upp við ófremd- arástandió, sem braskararnir hafa skapað á íslandi: Hringlandi vitlaus og stjórnlaus fjárfesting á almanna kostnað, kolbrjálaður innflutningur óþarfa vara og stórhættuleg skuldasöfnun erlendis þarafleiðandi, hráefni hent og miljónavirði látið fara í súginn o.s.frv. Það þarf heildarstjórn á efnahagslífi íslands út frá þjóðarhagsmunum, en ekki eftir duttlungum einstaklinga. „Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota hann” — af viti, forsjá og réttlæti með alþjóðarheill fyrir stafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.