Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 56
ERLEND
VlÐSJA
Lét CIA myrða Aldo Moro?
,,Getto” í Beirut?
Það er hart að sjá hvernig þeir trúarof-
stækismenn Gyðinga, sem nú hafa þar enn
völdin, beita svipuðum aðferðum gagnvart
Palestínumönnum og nasistar beittu gagn-
vart Gyðingum. Hótun Begins um „eyðingu”
P.L.O.-manna í vesturhluta Beirut, minnir
mann á aðfarir nasista við Getto-ið í Varsjá.
— Með þessu ofstæki er verið að spilla þeirri
samúð, sem Gyðingar nutu fyrir stríð. Og
einmitt sú samúð varð til þess að Ísraelsríki
var stofnað af Sameinuðu þjóðunum. En þá
var og ákveðið að Palestínumenn skyldu fá
sitt eigið ríki við hliðina, — en það hefur
ekki fengist fram.
Það var miklu eðlilegra ástand í þessum
efnum meðan trúlaus Gyðingur eins og
Golda Mayer hafði áhrif og völd í ísrael. En
best hefur þó Kommúnistaflokkur ísraels
undir forystu Gyðingsins Meir Vilner sýnt
hvernig Gyðingar og Arabar geta unnið sam-
an í bróðerni í sama flokki, sem hefur á þingi
bæði Gyðinga og Araba saman. Og saman
ganga þeir hver í sínum þjóðbúningi 1. maí.
Þeir, sem kalla sig kristna, mættu nokkuð af
þeim læra í þessum efnum. Kommúnista-
flokkurinn hefur meirihluta í Nasaret og er
Arabi borgarstjóri, er tekur þar virðulega á
móti kristnum mönnum.
En Nato-dótið segir máske bara: Getur
nokkuð gott komið frá Nasaret?
Aldo Moro, formaður kristilega demo-
krataflokksins á Ítalíu, var sem kunnugt er
myrtur fyrir 4 árum. ,,Rauðu herdeildirnar”
svokölluðu eru ákærðar fyrir það morð og
fleiri. Málaferlin standa árum saman.
En hver stóð á bak við morðið?
Aldo Moro var hlynntur því að flokkur
hans tæki upp samstarf um ríkisstjórn við
kommúnista. Eleonora Moro, ekkja hans,
hélt því fram við rannsóknarnefnd þingsins á
morðinu að maður hennar hefði orðið fórn-
arlamb alþjóðlegs samsæris vegna þessarar
pólitísku afstöðu sinnar. Hún sagði að í síð-
ustu Ameríkuferð hans, hálfu ári áður en
honum var rænt, hefði hann fengið aðvaran-
ir frá „æðstu stöðum” vegna þessara vinstri
tilhneiginga, því ella ,,yrði honum þessi
pólitík dýr”. Áleit ekkjan að rikisstjórn
Ítalíu væri á vissan hátt ábyrg, því hún hefði
neitað flokksformanni sínum um brynvarða
bifreið og flokkurinn ekkert gert til að kaupa
lif hans.
Grunur liggur á að CIA, — leyniþjónusta
Bandaríkjanna, standi á bak við morð þetta,
eins og hótunin vestra gefur til kynna — og
ekki þarf að spyrja um samband hennar við
ítalska íhaldsflokkinn (CD) og „rauðu her-
deildina”.
Pólitísk morð CIA á póiitískum foringj-
um, sem Bandaríkjastjórn hefur vanþóknun
120