Réttur


Réttur - 01.04.1982, Side 45

Réttur - 01.04.1982, Side 45
Möguleikarnir til að brauðfæða öll böm era nægir en það fé, sem nú fer í vopnaframleiðslu, til þess að fæða og klæða þá fátæku. Þeir, sem kalla sig kristna, ættu að muna það að meistarinn frá Nasaret sagði: „Það sem þér gerið niínum minnsta bróður, það gerið þér og mér“. Jafnvel Nato þykist kristið, þenur vopnað vald sitt um víða veröld til verndar auðvaldsráninu — og myrðir þannig 40.000 börn — bræður og systur sveinsins í Betlehem daglega. — Að krossfesta 40.000 Jesúsa frá Nasaret daglega — það væri of dýrt. Það er ódýrara fyrir auðvaldið að láta börnin hans Krists deyja daglega vegna hungurs og annars óréttlætis. Slíkt er hagsýni hins frjálsa framtaks sæmandi. „Þér hræsnarar og níðingar, Reagan & Co., hvernig fáið þér umflúið helvítis- dóm,“ — hefði viss Gyðingur, sem yfirstétt lands hans eitt sinn krossfesti, sagt við ykkur, ef hann mætti nú mæla eftir að hafa séð ykkar atferli. Möguleikarnir til að brauðfæða öll mannanna börn eru nægir. Þúsundum smálesta matvæla í hvers konar mynd er nú fleygt, til að græða betur á afgangnum. Ónotaðir eru þúsundir hektara jarðar til matarframleiðslu, — svo varan verði auð- seldari og dýrari. Og sandflæmi að stærð sem heimsálfur svo sem Sahara mætti gera að gósen-löndum: gnægð fjár er til þess, — en auðdrottnum heims finnst gróðavænlegra að nota féð til framleiðslu manndrápstækja. Auðvaldsskipulagið og gróðasjónar- mið þess valda hungrinu í heiminum: eiga sökina á milljónamorðum varnar- lausra barna. Eina lausnin á þessu hryllilega vanda- máli er afnám auðvaldsskipulagsins, — steypa auðdrottnum heims frá völdum. Og í staðinn verður að taka upp þann hátt að framleiða til að fullnægja þörfum mannanna, fyrst og fremst þeirra fátæk- ustu og varnarlausustu: barnanna. Slíkir framleiðsluhættir heita sósíalismi. 109

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.