Réttur


Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 28

Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 28
Sigfríður Þorsteinsdóttir Bjarnadóttur, er hún var spurð hvað hún áliti að fyrst og fremst verði að gera: Fyrst og fremst að tryggja öllum atvinnu — og því næst: enga erlenda stóriðju. Soffía Guðmundsdóttir hafði unnið hinn sögulega sigur sósíalista, er harðast var barist á Akureyri 1970 og tryggt Alþýðu- bandalaginu sæti í bæjarstjórn, þegar ákafast var að því sótt eftir klofninginn. Hún hættir nú eftir 12 ára stórmerkt starf í bæjarstjórninni, er ekki hvað sist einkennd- ist af því að vinstri bæjarstjórnarmeirihlut- inn var myndaður á Akureyri 1974 — og var það mikil nýlunda á Akureyri — og átti Soffía þar frumkvæði. Það er því vissulega fagnaðarefni, er Soffía nú hættir, að fá slíka konu sem Valgerði Bjarnadóttur inn í bæjarstjórn Akureyrar og sjá að strax er myndaður þar vinstri meirihluti af kvennalistanum, fulltrúa Alþýðubandalagsins, Helga Guðmundssyni og fulltrúum Framsóknar. Og er nú Valgerður forseti bæjarstjórnar Akureyrar — í fyrsta sinn, sem kona skipar það sæti. Mér er sem ég sjái í anda gömlu aftur- haldskarlana frá aldamótunum, konsúla og etasráð, sem álitu sig eiga Akureyri og fólkið þar, gægjast up úr gröfum sínum og sjá unga konu i forsetastól bæjarstjórnar Akureyrar: þeir myndu snúa sér við í gröfinni, ef þeir mættu sig hreyfa. Það var þeim nóg raun að fá einn fulltrúa verklýðshreyfingarinnar, Erling Friðjónsson, inn í bæjarstjórn 1915 og síðan 1928 eina konu, Elísabetu Eiríks- dóttur, ásamt tveim öðrum bolsum! En nú tók vissulega út yfir allan ,,þjófabálk”! Ásamt Valgerði var Sigfríður Þorsteins- dóttir kosin í bæjarstjórn Akureyrar. í Reykjavík voru og tveir fulltrúar kosnir af kvennalista: Guðrún Jónsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Látum oss svo vona að þessar kosningar af kvennalistum tákni tímamót í jafnréttisbar- áttunni og hinni róttæku kvenfrelsisbaráttu, þar sem alþýðukonur verði ekki eftirskildar með skarðan hlut, er sigur fæst í baráttu „verkamannsins og konunnar.” * * * Þegar menn ræða nú meir en aldargamla uppreisn konunnar gegn „Karlaveldinu”, („Patriarkat”), þá er rétt að minnast þess að fyrir tíma stéttaþjóðfélagsins, þegar stétt- laus, fámenn og venjuleg fátæk ættasam- félög voru mannfélögin, þá var víða um heim einmitt konan leiðtogi þessara smáu, mestmegnis akuryrkjusamfélaga. Sjá mátti 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.