Réttur


Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 47

Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 47
Spánar í Atlantshafsbandalagið. Nýlega laus undan oki fasismans fær almenningur á Spáni ekki að láta í ljós vilja sinn í þessu máli nú frekar en íslendingar árið 1949. Almenn- ingur er aldrei spurður að því beint, hvort hann vilji hernað og styrjaldir, af því að því hlýtur hann alltaf að svara neitandi. Al- menningi er alltaf att út í stríð, almenningi er alltaf fórnað í stríði. Og 30. mars 1949 tóku 37 þingmenn ák- vörðun, sem hlýtur að leiða til þess, að ís- lenskum almenningi verði fórnað, næst þeg- ar dregur til tíðinda hér í okkar heimshluta, nema nægilega margir verði til að breyta þeirri ákvörðun. Inngöngunni í Nató fylgdi nefnilega herstöð tveimur árum siðar. Her- stöð, sem dregur að sér sprengjur óvina Bandarikjanna eins og segull og gerir þá sjálfkrafa að okkar óvinum. Eftir að við gerðumst svo nánir vinir Bandaríkjanna, glötuðum við frelsinu til að velja okkar eigin óvini; í þeim efnum eru það bandarískir hagsmunir sem ráða. 30. mars 1949 er dagurinn, þegar staðfest var, að nýtt niðurlægingartímabil væri hafið i sögu íslands, þess íslands sem átti að baki merkilegri frelsisbaráttu en önnur lönd, vegna þess að hún var háð eð rökum, með orðum einum að vopni, þeim vopnum, sem eru sæmilegust siðuðum mönnum. Og við er- um hér saman komin í dag til að harma þennan síðasta kafla íslandssögunnar og krefjast þess að endir verði bundinn á hann. En krafan er ekki bara borin fram af því að þjóðarstoltið sé sært, litlar þjóðir og fá- tækar hafa mikla þjálfun í því að þola langvarandi niðurlægingu af hálfu hinna ríku og voldugu, nei krafan er borin fram af sífellt meiri þunga, vegna þess, að verði ekki umsvifalaust hafin niðurtalning í vopnabúr- um heimsins, þá munum við öll deyja. Líka þeir ríku, líka þeir voldugu. í næsta sinn för- umst við öll. Þegar geislavirkt regnið fellur á jörðina eftir kjarnorkustríð, lognast lífið út út af og ekkert verður eftir, ekki einn piltur, ekki ein stúlka, ekki eitt blóm. Sá friður sem þá hefur verið tryggður með vopnavaldi er friður dauðans. Hinn eilífi friður hins algjöra dauða. Þetta er sú skelf- ing, sem mannkynið verður að fara að horfast í augu við, allt mannkynið, ekki bara þeir óbreyttu, heldur lika leiðtogar þess, vís- indamenn og vopnaframleiðendur, þeir sem kalla sig eigendur þekkingar, auðs og valds. Það mun ekki verða neinum til lífs að loka augunum. Ég gæti reynt að nefna tölur, sem bera geggjuninni vitni, sem altekur þá, sem ráða ferðinni. Ég las í Newsweek að 7 billjónum Bandaríkjadollara væri varið til hergagna- framleiðslunnar í heiminum í dag. Það er stjarnfræðileg upphæð, sem ég hef ekki skynsemi til að skilja, allra síst, þegar ljóst er að mikill meirihluti barna jarðar býr í hreys- um og sveltur heilu hungri. Ég skil ekki heldur til hvers þarf að koma fyrir kjarn- orkuvopnum í Evrópu í þvílíkum mæli, að þau dugi til að tortíma álfunni og öllum hennar innbyggjurum 30 sinnum. Eitt sinn skal hver deyja, það er staðreynd, sem ég skil, og síðan taka aðrir við að lifa. En það er vitfirring að undirbúa mannkynsmorð 30, 40, eða 50 sinnum í öryggisskyni. Ég skil eitt líf, þetta líf, það líf, sem tekur konuna níu mánuði að ganga með og þjóðfélagið 15-20 ár að koma til manns og ég mótmæli af öllum lífs og sálar kröftum, að það megi síðan sprengja það líf í tætlur á 20 sekúndum. Lífið í mínum eigin börnum, eru e.t.v. þau verðmæti, sem eg skynja best, og 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.