Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 46
Ræða Steinunnar Jóhannesdóttur á útifundi
herstöðvaandstæðinga 30. mars
Friður vopnavaldsins er friður dauðans
Félagar. Samherjar. Aðrir sem til mín heyra.
Ég stend ekki hér í dag til að segja neitt
nýtt. Ég stend ekki hér til að tala um það,
sem þið hafið heyrt áður, ég stend til að segja
það sama og hundruð og þusund miljónir
manna hafa sagt á undan mér og eiga eftir að
segja, að ég skelfist tilhugsunina um stríð og
biðji um frið.
Einu sinni á ári eru jól, einu sinni á ári eru
páskar, einu sinni á ári er sautjándi júní,
einu sinni á ári er 30. mars. Allt eru það dag-
ar, sem menn minnast, af því þá gerðust
tíðindi, sem skiptu sköpum fyrir marga. Síð-
an gleðjast þeir eða hryggjast árlega upp frá
því.
í dag er 30. mars, og við erum hér saman
komin til að hryggjast. Til að hryggjast yfir
því að 30. mars 1949 var samþykkt á Alþingi
íslendinga að farga nýyfirlýstu ævarandi
hlutleysi hins unga lýðveldis og ganga í hern-
aðarbandalagið Nató. Inni í þessu gráa grjóti
ákváðu 37 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Al-
þýðuflokks og Framsóknarflokks að láta
undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar og narra
þjóðina vopnlausa til þáttöku í voldugasta
hernaðarbandalagi heimsins. Varsjárbanda-
lagið varð ekki til fyrr en sex árum síðar sem
svar. Gegn þessu greiddu atkvæði 10 þing-
menn Sósíalistaflokksins, tveir Alþýðu-
flokksmenn og einn Framsóknarmaður, en
tveir sátu hjá. Tillaga um að leggja málið í
dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu
var felld. Meirihluti íslenskra þingmanna var
jafn hræddur við þjóðviljann þá og meiri
hluti spænskra þingmanna nú þegar svipuð
átök eiga sér stað þar í Iandi vegna inngöngu
Steinunn Jóhannesdóttir
110