Réttur


Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 32

Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 32
Onelio Jorge Cardoso: Við fjallveginn Cardoso er einna frægastur núlifandi kúbanskra rithöfunda. Saga sú, sem hér birtist, er rituð um 1948, sem sé all löngu fyrir þjóðfrelsisbyltinguna á Kúbu «g gefur nokkra innsýn í þá baráttu, sem háð var þar þá - og háð er enn í þorra ríkja latnesku Ameriku. Matías gamli stóð í dyrunum þegar hann sá manninn koma að girðingunni neðar í hlíðinni. — Þetta hlýtur að vera Magencio, sagði hann. Gamla konan fyrir aftan hann gægðist undir handlegg hans og sagði: — Magencio er haltur, en það er þessi ekki. Og hún hélt áfsam að einblina á girðinguna, andlitið smágert og augun slokknuð. Matías gamli var ekki smáfriður maður. Andlit hans var hrukkótt og þurrt, bogið nef og köld augu sem voru á sífellu flökti. Maðurinn smeigði sér milli víranna og kom innfyrir girðinguna. Hann lyfti höfði og skimaði yfir hátt grasið í leit að gangstig, gekk síðan í átt til hússins. — Þetta hlýtur að vera ferðamaður, sagði gamla konan. — Uhumm; sagði Matías. Þegar maðurinn kom nær sáu þau svört, róleg augu hans og heyrðu hann spyrja: — Þú ert Vicente Matías, er það ekki? Gamli maðurinn fann til öryggis þegar hann heyrði nafn sitt nefnt: — Ojú, skeð gæti það, hef verið hann í fimmtíu og fjögur ár; sagði hann hlæjandi og leit a konu sína. En ókunni maðurinn hló ekki. Þá flögruðu augu gamla mannsins upp eftir gestinum og staðnæmdust loks við hendur hans. — Hvað er þér á höndum? spurði hann. — Ég er að leita að manni sem getur gert mér greiða. — Og heldurðu að ég sé sá maður? — Kannski, kannski ekki, sagði ókunni maðurinn og var enn rólegur til augnanna. — Vanti þig vitneskju um eitthvað hér í sveitinni, þá hef ég átt hér heima allan þann tíma sem það hefur tekið þetta tré að verða svona hátt, sagði Matias og benti. — Samt getur verið að þú sért ekki rétti maðurinn. Þannig standa nú málin. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.