Réttur


Réttur - 01.04.1982, Side 32

Réttur - 01.04.1982, Side 32
Onelio Jorge Cardoso: Við fjallveginn Cardoso er einna frægastur núlifandi kúbanskra rithöfunda. Saga sú, sem hér birtist, er rituð um 1948, sem sé all löngu fyrir þjóðfrelsisbyltinguna á Kúbu «g gefur nokkra innsýn í þá baráttu, sem háð var þar þá - og háð er enn í þorra ríkja latnesku Ameriku. Matías gamli stóð í dyrunum þegar hann sá manninn koma að girðingunni neðar í hlíðinni. — Þetta hlýtur að vera Magencio, sagði hann. Gamla konan fyrir aftan hann gægðist undir handlegg hans og sagði: — Magencio er haltur, en það er þessi ekki. Og hún hélt áfsam að einblina á girðinguna, andlitið smágert og augun slokknuð. Matías gamli var ekki smáfriður maður. Andlit hans var hrukkótt og þurrt, bogið nef og köld augu sem voru á sífellu flökti. Maðurinn smeigði sér milli víranna og kom innfyrir girðinguna. Hann lyfti höfði og skimaði yfir hátt grasið í leit að gangstig, gekk síðan í átt til hússins. — Þetta hlýtur að vera ferðamaður, sagði gamla konan. — Uhumm; sagði Matías. Þegar maðurinn kom nær sáu þau svört, róleg augu hans og heyrðu hann spyrja: — Þú ert Vicente Matías, er það ekki? Gamli maðurinn fann til öryggis þegar hann heyrði nafn sitt nefnt: — Ojú, skeð gæti það, hef verið hann í fimmtíu og fjögur ár; sagði hann hlæjandi og leit a konu sína. En ókunni maðurinn hló ekki. Þá flögruðu augu gamla mannsins upp eftir gestinum og staðnæmdust loks við hendur hans. — Hvað er þér á höndum? spurði hann. — Ég er að leita að manni sem getur gert mér greiða. — Og heldurðu að ég sé sá maður? — Kannski, kannski ekki, sagði ókunni maðurinn og var enn rólegur til augnanna. — Vanti þig vitneskju um eitthvað hér í sveitinni, þá hef ég átt hér heima allan þann tíma sem það hefur tekið þetta tré að verða svona hátt, sagði Matias og benti. — Samt getur verið að þú sért ekki rétti maðurinn. Þannig standa nú málin. 96

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.