Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 55
landseyja fá ekki að vera í friði. Stríð er
hafið í lofti, á láði og legi. — Argentínu-
jnenn drepa Englendinga með vopnum,
sem enskir, þýskir og franskir vopnasalar
Hafa selt þeim árum saman. — Bretar
tortíma Argentínumönnum með svipuð-
um drápstækjum.
Fólkinu blæðir í báðum löndum,
vopnasalar græða, fasistaforingi og járn-
frú hæla sér á víxl og hyggjast bæði
skötuhjúin nú ná betri og harðari tökum
á löndum sínum, sem bæði níðast á:
fasistaforinginn hyggst herða kúgunina
undir grímu „föðurlandsástarinnar“, —
járnfrúin níðast enn betur á fátækri
alþýðu Bretlands með því að svifta hana
enn fleiri félagslegum réttindum og auka
atvinnuleysið, en hrópa því hærra um að
„Brittania rules the waves“. (Við þekkj-
um það íslendingar af þorskastríðum,
hvernig Bretar þykjast ráða hafinu).
Meðan nú morðæði járnfrúar og fas-
istaleiðtoga veldur dauða þúsunda sak-
lausra manna í báðum löndum, er rétt að
athuga þá hagsmunaárekstra sem þetta
svívirðilega stríð skapar. — Aðalatriðið
í því máli verður vafalaust ekki sú olía
eða málmar, sem við Falklandseyjar
kunna að finnast og það tilkall til ítaka í
Suðurheimskautslandi, sem eyjunum
kunna að fylgja síðar meir.
Hitt er eftirtektarverðara að andstað-
an milli „norðurs og suðurs“, — milli
fornra nýlenda og evrópsk-bandarískrar
heimsvaldastefnu, — kann að skerpast
við þetta stríð. Rómanska Ameríka
kemst í pólitíska andstöðu við Bandarík-
in, en auðhringir þeirra drottna yfir
Suður-Ameríku. Bandaríkjaauðvaldið
átti erfitt val milli þræla sinna: fasista-
foringja Suður-Ameríku, — og þægrar
þjónustu hins forna kúgara síns: Breta-
veldis. Og hatrið á Sovétríkjunum kom
Reagan til að velja frekar árásarband-
menn sína í Nato-Evrópu en fasistafor-
ingjana sunnan við sig, sem lítt myndu
duga til árásarstríðs á Sovétríkin, þótt
myrt geti þeir kommúnista þúsundum
saman í Chile, Paraguay og öðrum
böðulsríkjum sunnan frá er notið hafa
bandarískrar aðstoðar við illvirkin.
En þessar þjóðir Mið- og Suður-Amer-
íku fá þá fyrst að njóta sín, er þær hafa
bylt af sér bandarísku oki og flæmt burt
böðla Reagans & Co., — svo sem Kúba
gerði áður og Nicaragua nú og alþýðan
heyr nú sína blóðugu frelsisbaráttu í E1
Salvador, sem í vaxandi mæli hlýtur
aðdáun og stuðning frjálst hugsandi
þjóða, — en fyrirlitningin á níðingsskap
Reagans og ameríska auðhringavaldsins
vex að sama skapi.
P.S. 11. júlí.
Falklandseyjastríðinu er lokið. Breska
ofureflið „sigraði". Púsundir Breta og
Argentínumanna létu lífið fyrir hroka
einræðisherrans og járnfrúarinnar. Mörg
svívirðing, sem framin var í þessu stríði,
á vafalaust enn eftir að sjá dagsins ljós.
í Argentínu hrökklaðist „forsetinn“
frá völdum. Hugsanlegt er að lýðræðisöfl
alþýðu eigi eftir að ná sér niðri á herfor-
ingjunum, knýja fram eitthvert frelsi fyrir
sig. — Við bíðum og sjáum hvað setur.
119