Réttur


Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 19

Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 19
Morgunljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur Ég hrópa mitt Ijóð út í húmið. Dagurinn nálgast. Heyrirðu óminn af svefnrofum vaknandi lýða? Löng finnst mér andvakan orðin. í kolsvörtu myrkri ól ég þó vonina um dagroðans Ijómandi fögnuð. Vaknaðu félagi og vinur því dagurinn kemur! Við skulum leiðast til móts við hann, greiða honum brautir. Hönd mína áttu. Hristu þér drungann af augum. Hár mitt er slungið til bogastrengs, örvarnar hvesstar. Þú veizt hver ég er. Ég er konan sem unni þér áður en andann þú dróst og nœrði á líkama sínum fyrirheit lífsins í frjóu, gjöfulu skauti, fœddi þig hugrökk með kvöl og vafði þig reifum. Ég er systir þín litla með æskunnar glóbjarta yndi, unnusta þín, með jarðlífsins fegurstu drauma um hamingju, ást og samfylgd í sorgum og gleði. Og sjá: Ég er dóttir þín, von þín um eilífa lífið. Heyr rödd mína, faðir minn, sjafni minn, bróðir og sonur. Sjáðu hve árblikið logar á snjóhvítum tindum. Hví reisir þú hús þeim herra, sem slökkti þann loga,, sem hreysi þitt átti að verma og rœndi þig brauði? Sem merkti þig ánauð ómálga son minn í vöggu, og ávöxtum strits þíns í fánýtan glysvarning breytti og vonunum okkar í örvœnting, draumnum í þjáning, ástinni í hatur, fögnuði lífsins í gremju. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.