Réttur


Réttur - 01.04.1982, Side 28

Réttur - 01.04.1982, Side 28
Sigfríður Þorsteinsdóttir Bjarnadóttur, er hún var spurð hvað hún áliti að fyrst og fremst verði að gera: Fyrst og fremst að tryggja öllum atvinnu — og því næst: enga erlenda stóriðju. Soffía Guðmundsdóttir hafði unnið hinn sögulega sigur sósíalista, er harðast var barist á Akureyri 1970 og tryggt Alþýðu- bandalaginu sæti í bæjarstjórn, þegar ákafast var að því sótt eftir klofninginn. Hún hættir nú eftir 12 ára stórmerkt starf í bæjarstjórninni, er ekki hvað sist einkennd- ist af því að vinstri bæjarstjórnarmeirihlut- inn var myndaður á Akureyri 1974 — og var það mikil nýlunda á Akureyri — og átti Soffía þar frumkvæði. Það er því vissulega fagnaðarefni, er Soffía nú hættir, að fá slíka konu sem Valgerði Bjarnadóttur inn í bæjarstjórn Akureyrar og sjá að strax er myndaður þar vinstri meirihluti af kvennalistanum, fulltrúa Alþýðubandalagsins, Helga Guðmundssyni og fulltrúum Framsóknar. Og er nú Valgerður forseti bæjarstjórnar Akureyrar — í fyrsta sinn, sem kona skipar það sæti. Mér er sem ég sjái í anda gömlu aftur- haldskarlana frá aldamótunum, konsúla og etasráð, sem álitu sig eiga Akureyri og fólkið þar, gægjast up úr gröfum sínum og sjá unga konu i forsetastól bæjarstjórnar Akureyrar: þeir myndu snúa sér við í gröfinni, ef þeir mættu sig hreyfa. Það var þeim nóg raun að fá einn fulltrúa verklýðshreyfingarinnar, Erling Friðjónsson, inn í bæjarstjórn 1915 og síðan 1928 eina konu, Elísabetu Eiríks- dóttur, ásamt tveim öðrum bolsum! En nú tók vissulega út yfir allan ,,þjófabálk”! Ásamt Valgerði var Sigfríður Þorsteins- dóttir kosin í bæjarstjórn Akureyrar. í Reykjavík voru og tveir fulltrúar kosnir af kvennalista: Guðrún Jónsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Látum oss svo vona að þessar kosningar af kvennalistum tákni tímamót í jafnréttisbar- áttunni og hinni róttæku kvenfrelsisbaráttu, þar sem alþýðukonur verði ekki eftirskildar með skarðan hlut, er sigur fæst í baráttu „verkamannsins og konunnar.” * * * Þegar menn ræða nú meir en aldargamla uppreisn konunnar gegn „Karlaveldinu”, („Patriarkat”), þá er rétt að minnast þess að fyrir tíma stéttaþjóðfélagsins, þegar stétt- laus, fámenn og venjuleg fátæk ættasam- félög voru mannfélögin, þá var víða um heim einmitt konan leiðtogi þessara smáu, mestmegnis akuryrkjusamfélaga. Sjá mátti 92

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.