Réttur


Réttur - 01.01.1983, Page 44

Réttur - 01.01.1983, Page 44
En tími Guðmundar var annar. Hann var sonur fátækra hjóna, hann var einn af þeim greindu og gáfuðu unglingum, sem stóð á sínum mótunarárum frammi fyrir atvinnuleysi, og fátækt og frammi fyrir takmörkuðum réttindum þeirra, sem ým- ist strituðu við landbúnað, fiskveiðar eða við verkamannavinnu. Hlutskipti Guðmundar var ekki lang- skólamenntun. En hann fékk eigi að síður góða undirstöðumenntun. Hann sótti unglingaskóla og nam af þeim sem lengra voru komnir, og svo var hann sem ungur maður strax kominn í skóla lífsins, og lærði á umhverfið og mannlífið, og lærði að mennta sig sjálfur. Guðmundur Vigfússon var góður full- trúi sinnar kynslóðar. Hann var einn af þeim sem kallaður var sjálfmenntaður. Hann var við sín verkalok í rauninni gagnmenntaður maður; fróður um flesta hluti, víðlesinn og maður með skarpa dómgreind. Guðmundur Vigfússon var eins og kunnugt er einn af kunnustu forystu- mönnum íslenskra sósíalista um langt árabil. Kunnastur var hann eflaust, sem for- ystumaður sósíalista í borgarstjórn Reykjavíkur, en þar var hann fulltrúi frá 1950 til 1970, eða í full 20 ár. Guðmundur var í borgarráði Reykjavíkur 1952 til 1970 og varamaður áður í tvö ár. Á þessum árum hafði Guðmundur mik- il áhrif á rekstur borgarinnar og gífurleg áhrif á samskipti fjölda borgarbúa við stofnanir borgarinnar. Guðmundur hafði ekki aðstöðu í borgarstjórn sem meiri- hlutamaður, en þrátt fyrir það hafði hann sín miklu áhrif. Guðmundur var þannig maður að með honum var gott að vinna. Hann var tillögugóður, skýr og rökfastur og af þeim ástæðum hafði hann oft meiri áhrif en búast mátti við vegna pólitískrar stöðu sinnar. Enginn vafi leikur heldur á, að Guð- mundur nýtur almennrar viðurkenningar þeirra sem með honum unnu m.a. í borgarstjórn Reykjavíkur. Starf Guðmundar að borgarmálefnum Reykjavíkur var mikið og vissulega er ástæða til að minnast þess. En ekki er síður ástæða til að minnast nú við leiðar- lok, þess mikla og góða starfs, sem Guð- mundur innti af hendi í þágu pólitískra samtaka okkar sósíalista og í þágu verka- lýðssamtakanna. Guðmundur var erindreki Alþýðusam- bands íslands 1943-1948 og ferðaðist þá um allt land, hélt fundi og aðstoðaði verkalýðsfélög. Hann var skrifstofustjóri fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1948-50, mætti á Alþýðusambandsþingum og var í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykja- vík í mörg ár. Guðmundur Vigfússon var því einn af þeim, sem vann ósleitilega í mörg ár að því að treysta skipulag verkalýðshreyf- ingarinnar og að því að þoka áfram hagsmunamálum verkafólks og sjó- manna. Guðmundur var í stjórn Sambands ungra kommúnista 1934-38, í stjórn Æskulýðsfylkingarinnar og síðar varð hann fulltrúi í miðstjórn Sósíalistaflokks- ins og í framkvæmdanefnd flokksins í yfir 20 ár. Guðmundur Vigfússon var í fremstu röð þeirra, sem stóðu að stofnun Al- þýðubandalagsins fyrst sem kosningasam- taka 1956 og síðar að því að stofna Alþýðubandalagið sem formlegan stjórn- málaflokk árið 1968. 44

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.