Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 44

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 44
En tími Guðmundar var annar. Hann var sonur fátækra hjóna, hann var einn af þeim greindu og gáfuðu unglingum, sem stóð á sínum mótunarárum frammi fyrir atvinnuleysi, og fátækt og frammi fyrir takmörkuðum réttindum þeirra, sem ým- ist strituðu við landbúnað, fiskveiðar eða við verkamannavinnu. Hlutskipti Guðmundar var ekki lang- skólamenntun. En hann fékk eigi að síður góða undirstöðumenntun. Hann sótti unglingaskóla og nam af þeim sem lengra voru komnir, og svo var hann sem ungur maður strax kominn í skóla lífsins, og lærði á umhverfið og mannlífið, og lærði að mennta sig sjálfur. Guðmundur Vigfússon var góður full- trúi sinnar kynslóðar. Hann var einn af þeim sem kallaður var sjálfmenntaður. Hann var við sín verkalok í rauninni gagnmenntaður maður; fróður um flesta hluti, víðlesinn og maður með skarpa dómgreind. Guðmundur Vigfússon var eins og kunnugt er einn af kunnustu forystu- mönnum íslenskra sósíalista um langt árabil. Kunnastur var hann eflaust, sem for- ystumaður sósíalista í borgarstjórn Reykjavíkur, en þar var hann fulltrúi frá 1950 til 1970, eða í full 20 ár. Guðmundur var í borgarráði Reykjavíkur 1952 til 1970 og varamaður áður í tvö ár. Á þessum árum hafði Guðmundur mik- il áhrif á rekstur borgarinnar og gífurleg áhrif á samskipti fjölda borgarbúa við stofnanir borgarinnar. Guðmundur hafði ekki aðstöðu í borgarstjórn sem meiri- hlutamaður, en þrátt fyrir það hafði hann sín miklu áhrif. Guðmundur var þannig maður að með honum var gott að vinna. Hann var tillögugóður, skýr og rökfastur og af þeim ástæðum hafði hann oft meiri áhrif en búast mátti við vegna pólitískrar stöðu sinnar. Enginn vafi leikur heldur á, að Guð- mundur nýtur almennrar viðurkenningar þeirra sem með honum unnu m.a. í borgarstjórn Reykjavíkur. Starf Guðmundar að borgarmálefnum Reykjavíkur var mikið og vissulega er ástæða til að minnast þess. En ekki er síður ástæða til að minnast nú við leiðar- lok, þess mikla og góða starfs, sem Guð- mundur innti af hendi í þágu pólitískra samtaka okkar sósíalista og í þágu verka- lýðssamtakanna. Guðmundur var erindreki Alþýðusam- bands íslands 1943-1948 og ferðaðist þá um allt land, hélt fundi og aðstoðaði verkalýðsfélög. Hann var skrifstofustjóri fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1948-50, mætti á Alþýðusambandsþingum og var í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykja- vík í mörg ár. Guðmundur Vigfússon var því einn af þeim, sem vann ósleitilega í mörg ár að því að treysta skipulag verkalýðshreyf- ingarinnar og að því að þoka áfram hagsmunamálum verkafólks og sjó- manna. Guðmundur var í stjórn Sambands ungra kommúnista 1934-38, í stjórn Æskulýðsfylkingarinnar og síðar varð hann fulltrúi í miðstjórn Sósíalistaflokks- ins og í framkvæmdanefnd flokksins í yfir 20 ár. Guðmundur Vigfússon var í fremstu röð þeirra, sem stóðu að stofnun Al- þýðubandalagsins fyrst sem kosningasam- taka 1956 og síðar að því að stofna Alþýðubandalagið sem formlegan stjórn- málaflokk árið 1968. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.