Réttur


Réttur - 01.01.1983, Page 48

Réttur - 01.01.1983, Page 48
Ásmundur Hilmarsson: Launamannasjóðir á íslandi? Fram til þessa hafa sjóðir atvinnulífsins verið myndaðir af framlagi opinberra aðila og af umsýslufé fyrirtækja án neinnar viðurkenningar á því, að það er vinna verkafólksins, sem skapar allan auð. Launamannasjóðir, eins og ég kýs að nefna þá fremur en launþegasjóði, voru nokkuð í fréttum fyrir ekki margt löngu. Kosningarnar í Svíþjóð í september á síðast liðnu ári snerust að nokkru um þetta mál. Hér á landi mun hafa farið fram um- ræða um launamannasjóði í einhverri mynd fyrir um 30 árum. Síðan þá er mér ekki kunnugt um nokkra marktæka um- ræðu hér. Launamannasjóðir eru um margt at- hyglisverðir til lausnar á bæði vandamál- um tengdum atvinnulýðræði og vissum efnahagsvandamálum. Peir eru leið til þeirrar greinar atvinnulýðræðis, sem hef- ur verið kallað efnahagslegt lýðræði. Þá í þeirri merkingu, að með eignarhaldi verkafólks á fjármagni fyrirtækja að hluta eða að fullu, fái það áhrif og völd í stjórnun fyrirtækja og stofnana. Jafn- framt því að vera leið til efnahagslegs lýðræðis eru þeir athyglisverð leið til þess að auka hlutfall sparnaðar í þjóðarbú- skapnum. í þjóðfélagi þar sem er fámennisvald á framleiðslutækjunum verða þeir ríku rík- ari ef ekki eru gerðar grundvallarbreyting- ar á eignaskiptingunni. Með fjárfestingu launamannasjóðanna í atvinnulífinu er einmitt tekið á því máli vegna þess að því fylgir eignarhald fjöldans í samræmi við framlag þeirra. Fram til þessa hafa sjóðir atvinnulífsins verið myndaðir af framlagi opinberra aðila og af umsýslufé fyrirtækja án neinn- ar viðurkenningar á því að það er vinna verkafólksins, sem skapar allan auð. Með launamannasjóðum á að snúa þessari þróun af braut og láta ekki lengur sem kapítalið eitt sér skapi auðinn. Launa- menn láta af hendi til fyrirtækjanna firnar- legar fúlgur fjár í hvert sinn sem verðbæt- ur eru skertar eða gengið fellt án þess að 48

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.