Réttur


Réttur - 01.04.1986, Side 1

Réttur - 01.04.1986, Side 1
ffittnr 69. árgangur 1986 — 2. hefti Það væri tími til kominn að kjósendur segðu stjórnarflokkunum alvarlega til syndanna við kosningarnar sem í hönd fara. Hin nýríka milljónamæringastétt, sem brotist hefur til valda í krafti fjölmiðla sinna, hefur leitt fátæktina aftur yfir mikinn fjölda íslendinga, líklega fjórðung þjóðarinnar. Og hættan á atvinnu- leysi vofir yfir fjölda manns. Þetta gerist þegar ísland er ríkara en nokkru sinni fyrr. En auður íslands hefur safnast á færri hendur en nokkurn tíma fyrr í sögu vorri. Eitt einasta hlutafélag, sem vinnur í þjónustu bandaríska hernámsins, er talið eiga yfir 1000 milljónir króna í bönkum innanlands, — nú eftir að verðbólgan er stöðv- uð að heita má, vextir háir og sparifé skattfrjálst. Og þar að auki mun þetta félag eiga sína dollara vestan hafs, auk stórbygginga hér heima. Og svipað mun vera með ýmsa braskara, þeir safna fé erlendis til þess að flýja þannig undan skatti. íhald og Framsókn eru flokkar þessara auðmanna. Vinnandi stéttir íslands eru yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar. Samtök þeirra — ASÍ, B.S.R.B., FFSÍ og önnur telja yfir 80.000 meðlima. Samtök vinnu- og launastéttanna hafa þegar reynsluna af því hvernig yfir- stéttin eyðileggur alla þá sigra, sem unnist hafa með verkföllum til að hækka

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.