Réttur


Réttur - 01.04.1986, Page 6

Réttur - 01.04.1986, Page 6
fátæktarmörkum. Þetta voru óþægilegar upplýsingar. Og það hrukku margir við. Sérstaklega þeir sem töldu að fátækt væri alls ekki til á íslandi á því herrans ári 1986. Þeir, sem töldu að eina leiðin til að kynnast fátækt á íslandi væri að lesa bækur Tryggva Emilssonar og viðtalsbók- ina við Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur. Sú síðarnefnda ávarpaði reyndar ráðstefn- una á mjög áhrifaríkan hátt, með lýsing- um á áhrifum og afleiðingum fátæktar. Litið væri niður á þá fátæku og framkoma við þá væri allt önnur en við hina sem meira hafa. Slík framkoma brýtur niður sjálfsvirðingu. Og það verða alltaf ör eftir langvarandi fátækt. Það að einhver líður fyrir fátæktar sakir kemur öllum við og er smánarblettur á siðuðu þjóðfélagi. Aðrir framsögumenn virtust sammála um að nægir peningar væru til í landinu, vanda- málið væri það að þeim væri ekki skipt réttlátlega niður. Peningahyggjan hafi náð að gegnsýra þjóðfélagið, markaður- inn er látinn ráða og við það eykst ójöfn- uður. Mikilvægustu lífsgæðin eru að njóta virðingar og viðurkenningar sem fullgild- ur meðlimur í þjóðfélaginu og þeirra iífs- gæða njóta þeir fátækustu ekki. Fátækt ýmissa er slík að þeir hafa ekki efni á að krefjast réttlætis og eru ofurseldir aðstoð annarra. Pað að halda fólki undir fátækt- armörkum í velferðarþjóðfélagi er sið- ferðilega rangt. Það að skipta efnahags- legum gæðum réttlátar er betra — betra fyrir manneskjurnar — allar. Þessar setn- ingar hef ég m.a. punktað niður hjá mér á meðan fólk ræddi málin á ráðstefnunni. Skömmtunarseðlarnir En það sem vakti hvað mesta athygli fjölmiðla á þessari gagnmerku ráðstefnu fyrir utan það að 25% fjölskyldna væru undir fátæktarmörkum var sú staðreynd að vegna fjárskorts á hverfaskrifstofum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, sérstaklega í Breiðholti, hefur orðið að grípa til þess ráðs að afhenda úttektar- beiðnir fyrir matvöru og fatnaði í stað peninga. Skömmtunarseðlar sem allir eru sam- mála um að ekki sé hægt að réttlæta notk- un á, nema í algjörum undantekningartil- vikum hafa verið teknir upp að nýju. Það var mikið framfaraspor þegar skömmtun- arseðlar voru afnumdir fyrir mörgum árum vegna þeirrar stimplunar og niður- lægingar sem þeir hafa í för með sér. Skömmtunarseðlarnir styðja ekki fólk í lífsbaráttunni heldur eru þeir tæki til að brjóta niður sjálfsbjargarviðleitni og sjálfsvirðingu. Enda hafa starfsmenn þurft að eyða talsverðum tíma í að reyna að fá fólk til að taka við beiðnunum, því peningar fengust einfaldlega ekki frá borgarsjóði og fólk átti ekki fyrir mat. Það átti ekki einu sinni fyrir strætófar- gjaldi í vinnuna í sumum tilfellum. Sumir neituðu algjörlega að taka við beiðnum — vildu frekar reyna að fá lán eða líða skort. Eins gerðist það að fólk sem á rétt á að fá lánaða peninga fyrir fyrirfram- greiðslu húsnæðis missti íbúð sem það var komið með vegna þess að peninga vant- aði í kassa hverfaskrifstofanna. En hvers vegna vantaði peninga í kassann? Borgarsjóður á nóga peninga — ekki var fjárskortur þar orsökin. Helst er að skilja að fjárskorturinn hafi stafað af tregðu þeirra sem með peningamál borg- arinnar fara, á því að afgreiða greiðslu- áætlun til hverfanna fyrr en að loknum kjarasamningum. Það læðist líka að manni sá grunur að það þyki ekki verra að skammta naumt — slíkt dregur úr bruðli. En afleiðingar þessarar greiðslu- 70

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.