Réttur - 01.04.1986, Side 16
úr ógnunum við aðrar þjóðir, hafa þann
kost, að hver þjóð getur gripið til þeirra
á eigin spýtur, án þess að þurfa að bíða
eftir að aðrir hafi sama háttinn á, og án
þess að öryggi landsins sé stofnað í hættu.
Fischer segir að lokum, að ógnun við
önnur ríki, og þó ekki sé annað en valda
því að aðrir fá þá röngu hugmynd að
þeim sé ógnað, geti jafngilt sjálfsmorði á
kjarnorkuöld.
Ég sé ekki betur en þessar fjórar vitur-
legu reglur séu í ágætu samræmi við líf og
starf Olofs Palme, sem ófriðarölfin
hlakka nú yfir að hafi verið myrtur. Og
fyrir baráttu hans og annarra viturra
friðarsinna virðist þessari stefnu nú auk-
ast fylgi. En hvernig samræmast þessar
reglur stefnu íslenskra ríkisstjórna á síð-
ustu áratugum? Par er ekki sömu sögu að
segja. Vörnum íslands er ekki sinnt sem
slíkum, þó að í tíma og ótíma sé setuliðið
kallað varnarlið. Hér eru varla nokkur
hefðbundin hrein varnarvopn eða liðsafli
sem er til þess fallinn að verjast innrásar-
liði. Eins og ég gat um áður, er aðstaðan
fyrst og frest sú að hér er bækistöð flug-
véla, sem geta með stuttum fyrirvara bor-
ið kjarnorkusprengjur til árása, einkum
á kafbáta. í nýlegri heimsókn gerði Car-
rington lávarður lítið úr þeim banda-
mönnum Nato, sem ekki féllust á að veita
aðstöðu til að beita kjarnorkuvopnum. í
samræmi við þetta eru yfirlýsingar utan-
ríkisráðherra okkar um að þeir vilji hafa
rétt til að veita slíka aðstöðu á stríðstím-
um. Allt er þetta skiljanlegt vegna þess
að hér er fyrst og fremst verið að hugsa
um að styrkja hernaðaraðstöðu Banda-
ríkjanna, en ekki að tryggja íslendingum
raunhæfar varnir. I augum Bandaríkja-
manna er auðvitað æskilegt að sem flestar
ögrandi herstöðvar séu utan heimalands-
ins. Nálægð herstöðvarinnar við mesta
þéttbýlið minnir meira að segja á það
gamla bragð herstjóra að bera hertekin
börn andstæðinganna í fylkingarbrjósti í
orustum, nema hvað hér eru það börn
bandamannanna íslensku, sem gegna
þessu hlutverki. Sú viðleitni sem Fischer
leggur mikla áherslu á, að gera þjóðfélag-
ið sem réttlátast, svo að fólki verði annt
um það og standi sem best saman um
það, er hryggilega vanrækt hér, eins og
nýleg framvinda lífskjara sýnir best.
Meira að segja er markvisst unnið að því
að sundra þjóðinni um þau mál sem ættu
að vera henni helgust. Og aðstoð við
þurfandi þjóðir er hér einhver sú rýrasta,
sem um getur, í hlutfalli við þjóðartekjur.
Allt er þetta til þess fallið að draga úr ör-
yggi okkar fremur en auka það, bjóða
hættunni heim í bókstaflegum skilningi,
auka tortryggni annarra þjóða gegn þeirri
helstefnu sem hér er fylgt.
Ög þess sjást engin merki, að ríkis-
stjórn okkar sé að hverfa frá villu síns
vegar. Pvert á móti hefur hún nú tekið
frumkvæði um að mæla fyrir þeim fram-
kvæmdum, sem Bandaríkjamenn telja
æskilegastar hér hverju sinni, undir því
yfirskini, að verið sé að móta íslenska
varnarstefnu. Petta gerir að sjálfsögðu illt
verra, þar sem við tökum beint á okkur
ábyrgð á ögrandi vígbúnaði.
Auðvitað er þetta ekki uppörvandi fyr-
ir okkur herstöðvaandstæðinga. En á
móti kemur, að það hefur aldrei í 40 ára
baráttu verið Ijósara en nú, að stefna
okkar er góð og þjóðholl. Og jafnframt
því sem hún er þjóðholl, er hún fagnaðar-
efni öllu friðsömu fólki um gervalla jörð.
Það hefur aldrei verið minni ástæða til
að gefast upp en einmitt nú. í þeirri ör-
uggu vissu óska ég íslenskum herstöðva-
andstæðingum allra heilla í þeirri baráttu,
sem framundan er.
80