Réttur


Réttur - 01.04.1986, Qupperneq 27

Réttur - 01.04.1986, Qupperneq 27
KORMÁKTJR S. HÖGNASON: Barátta svarta meirihlutans í Suður-Afríku gegn aðskilnaðarstefnu Ríkisstjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku heldur áfram að verja aðskiln- aðarkerfí sitt gegn kröfum svarta meirihlutans um afnám þess með blóðugu of- beldi. Frá því að núverandi uppsveifla í baráttu hins undirokaða svarta meiri- hluta hófst í september árið 1984 og til febrúarloka á þessu ári, hafa a.m.k. 1237 manns látið lífið í pólitískum átökum í landinu. Mikill meirihluti þeirra voru svartir mótmælendur sem skotnir voru af lögreglusveitum. Þegar lýst var yfir neyðarástandi á mörgum þéttbýlissvæðum, þann 20. júlí 1985, voru að meðaltali 1.7 manns myrtir hvern dag, í lok síðasta árs hafði þetta meðaltal hækkað í 4.1 hvern dag. Hámarki náði tala látinna fyrir einn mánuð í janúar á þessu ári — 169 manns. Fjöldi verkfalla í þeim mánuði var einnig í hámarki. En, þó ekki hafi dregið úr umfangi baráttunnar í Suður-Afríku, þá hafa frásagnir í fjölmiðlum, m.a. hér á landi, af atburðum þar, dregist verulega saman. í mars s.l. samþykkti Reagan, forseti Bandaríkjanna, að senda 15 milljónir dollara til sveita UNITA skæruliða, sem undir forystu Jonasar Savimbi og með dyggum stuðningi ríkisstjórnar Suður- Afríku, berst gegn Angóla. Pessi fjár- stuðningur er hluti af vaxandi íhlutun Bandaríkjastjórnar í málefni ríkja í sunn- anverðri Afríku. En þessi uppsveifla frelsisbaráttu svarta meirihlutans í Suður-Afríku og hin miskunnarlausu viðbrögð ríkisstjórnar hvíta minnihlutans hafa vakið upp sí- stækkandi alþjóðlega samstöðuhreyfingu. Kröfur eru hvarvetna settar fram um að alger endir verði bundinn á efnahagsleg, hernaðarleg og stjórnmálaleg tengsl við stjórnvöld í Pretoríu. Einnig nýtur krafan um að Nelson Mandela og aðrir pólitískir fangar verði látnir lausir án skilyrða, vax- andi stuðnings. í raun hafa ekki aðeins svo til hver ein- ustu verkalýðssamtök og alþjóðastofnan- ir samþykkt ályktanir sem fordæma að- skilnaðarstefnuna, heldur eru þau í vax- andi mæli farin að grípa til virkra stuðn- 91

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.