Réttur


Réttur - 01.04.1986, Síða 36

Réttur - 01.04.1986, Síða 36
Pættir úr baráttusögu Starfsstúlknafélagsins Sóknar „Svo gersneydd var ég hæfíleika til að skilja heldrafólk, kunni ekki einu sinni að vera þess þræll ■ orði. í sjónhendingu vitraðist mér munur þeirra tveggja heima sem við bygðum, ég og þessi kona; þó ég ætti skjól undir þaki hennar vorum við svo fjarkomnar hvor annarri að það var aðeins með hálfum rétti hægt að kalla okkur tvær mannkindur; að vísu vorum við báðar hryggdýr, meira að segja spendýr, en þarmeð var öll líking upptalin; mannfélagið þar sem við tvær áttum aðild var ekki nema orð. Eg spurði með einhverri hálfbjánagrettu hvort ég ætti að líta svo á sem ég væri ekki leingur ráðin í hús- inu.“ Hugleiðing Uglu um húsmóðurína í Atómstöðinni eftir Halldór Laxncss. Það mun hafa verið í maímánuði árið 1934 að starfsstúlkur á Landsspítalanum, Vífilstöðum og Kleppi stigu það örlaga- ríka skref að ganga á fund yfirboðara sinna með kaupkröfuskjal í hendi. Og þó að báðir aðilar ættu skjól undir sama þaki, þá voru hinir háu herrar svo fjar- komnir að þeir sáu enga ástæðu til að svara kröfum stúlkna er unnu við mat- reiðslu, þvotta- og hreingerningastörf. En þá vitraðist þessum stúlkum í einni sjón- hendingu að aðeins samtakamátturinn megnaði að bæta kjör þeirra og auka rétt- indin. Það að ganga í stéttarfélag á þeim árum gat hins vegar haft það í för með sér að viðkomándi væri ekki lengur ráðin í húsinu og sett út á gaddinn. Ólafur Rafn Einarsson. Þetta var á kreppuárunum. Liðin voru tvö hörðustu ár íslenskrar stéttabaráttu, átakaárin 1932-33. Atvinnuleysið var geigvænlegt og atvinnurekendur höfðu gert margar tilraunir til að knýja fram kauplækkun og virtu ekki samningsrétt verkalýðsfélaga. Innan verkalýðshreyf- ingarinnar var alvarlegur pólitískur klofn- ingur milli Alþýðuflokksmanna og komm- únista. Aftur á móti voru kreppuárin gróskutími félagsstarfs og voru fjölmörg 100

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.