Réttur


Réttur - 01.04.1986, Page 38

Réttur - 01.04.1986, Page 38
Margrét Auðunsdóttir form. 1956-1972. ekki auðhlaupaverk að fá á þessum árum allar stúlkur á viðkomandi vinnustöðum inn í verkalýðsfélag, en á þessum árum var ekki lagaleg skylda að vera í verka- lýðsfélagi né nokkur ákvæði um samn- ingsrétt stéttarfélaga fyrir meðlimi sína. Það þurfti mikið útbreiðslustarf og langur tími leið þar til þroski og stéttvísi starfs- stúlkna náði því marki að þær gengju al- mennt í sitt stéttarfélag. Nánar verður síðar vikið að vandamálum vistráðinna stúlkna. í lögum voru ákvæði um að félagið héldi minnst sex fundi á ári, en árgjald var ákveðið 5 krónur, en inntökugjald 1 kr. Nokkur ágreiningur var innan félags- ins um það, hvort félagið ætti að sækja um inngöngu í Alþýðusamband íslands og var á framhaldsstofnfundinum kjörin þriggja manna nefnd til .að kanna það mál. Félagsstarfið og fyrstu samningarnir Fundargerðirnar fyrsta hálfa árið benda til þess að félagsstarfið hafi verið mjög blómlegt og farið vel af stað. Á ár- inu 1934 eru haldnir sjö fundir og sóttu þá 14-26 stúlkur hverju sinni. Voru fjörugar umræður um á hvern hátt mætti efla fé- lagið og í því skyni kosnar útbreiðslu- og skemmtinefndir. Eitt skemmtikvöld var haldið í nóvember og græddi félagið þá 58 krónur, en auk þess gengu nokkrar stúlk- ur í félagið það kvöldið. Aftur á móti virðist erfiðlega hafa gengið að innheimta félagsgjöld af starfsstúlkum og einróma samþykki í lok ársins að innheimta að þessu sinni aðeins hálft árgjald enda hafði félagið verið stofnað á s. hl. ársins. En það var nokkuð einkennandi á þessum árum (eins og enn) að erfiðlega gengi að inn- heimta félagsgjöld. Þau mál sem helst voru á dagskrá fundanna voru stytting vinnudagsins, aðild að ASÍ, vandamál vistráðinna stúlkna og samningur við landspítalanefndina. En fleiri mál bar á góma Þann 14. september er tekið fyrir sem þriðja mál fundarins „Menntun andleg og líkamleg fyrir félagskonur“. Málshefjandi var Aðalheiður Hólm. Svo segir í fundar- gerð: „Leitaði hún eftir áliti fundarins um það hvort ekki væri æskilegt að félags- stúlkur leituðu fyrir sér um ódýra tímakennslu í ýmsum greinum, svo sem leikfimi og tungumálum o. fl. En 102

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.