Réttur


Réttur - 01.04.1986, Síða 43

Réttur - 01.04.1986, Síða 43
fyrir og segir Brynjólfur í ræðu m.a. „að hvað húsmæður snertir, er ekki sæmandi að taka tillit til þeirra á þann hátt, að þær megi þrælka vinnustúlkur.“ Athyglisvert er að rifja upp hvernig þingmenn tóku þessu réttindamáli. Það var samþykkt með 7 atkvæðum gegn 6 að vísa málinu til 2. umræðu og til allsherjarnefndar með 10 atkvæðum gegn 4. Venja er að vísa málum til nefndar og 2. umræðu og fer það oftast samhljóða í gegn, nema í stærri málum sem menn vilja fella strax ef þeir eru þeim mjög mótfallnir. Það er athygl- isvert hve andstaðan er sterk gegn frum- varpinu og þeir sex sem greiða atkvæði gegn því eru allir bændaþingmenn úr þingflokki Framsóknarflokksins. Málið kom síðan ekki frá nefnd, þ.e. var svæft í nefnd eins og það er kallað. Málefni vistráðinna stúlkna komu ekki til frekari umræðna hvorki á fundum lög- gjafarsamkomunnar né í Sókn og má telja víst að með aukinni eftirspurn eftir vinnu frá og með vorinu 1940 (þ.e. með hernámsvinnunni) hafi mjög fækkað vist- ráðnum stúlkum. Þær hafa sótt út á hinn almenna vinnumarkað. Heimilishald tók og miklum stakkaskiptum á stríðsárun- um. Heldri frúr hafa því á þessum tíma staðið frammi fyrir vinnukonueklu og smám saman hefur þessi starfsgrein nær lognast út af. Um það vitnar m.a. að um- ræður um málefni vistráðinna stúlkna hverfa af félagsfundum Starfsstúlknafé- lagsins Sóknar, en ný mál koma í staðinn. Þannig hverfa þessar eftirstöðvar þræla- halds á íslandi ekki fyrir atbeina stéttar- félags né alþingis heldur er það brotthvarf atvinnuleysis með hernámsvinnunni og h'fskjarabylting stríðsáranna sem afmá þessar umræddu eftirstöðvar. Almennt um félagið fram til 1940 Á fyrsta reglulega aðalfundi félagsins vorið 1935 mun tala félagsmanna hafa verið 56, en á stofnfundi árið áður voru 26 stúlkur. Á aðalfundi í mars 1936 er fyrst getið um félagatölu og þá sagt að fjölgað hafi í félaginu um 74 og væru fé- lagar nú 130. Ári síðar eru 178 félagar í Sókn. Næst getur um félagatölu á aðal- fundi 13. mars 1940 og eru félagar þá 123 og auk þess um 50 aukafélagar. Fram að Helga Guðmundsdóttir og Anna Guðmundsdóttir, Elliheimilinu Grund. Til vinstri: Rósa Oddsdóttir og Þórunn Kristjáns- dóttir. Til hægri: Kristjana Finnbogadóttir og Sól- borg Guðbrandsdóttir. 107

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.