Réttur


Réttur - 01.04.1986, Qupperneq 44

Réttur - 01.04.1986, Qupperneq 44
stríði voru fundir all tíðir í félaginu og var aðalfundur í mars 1940 þá 29. fundur sem bókaður er í fundagerðarbók. Fundar- sókn var yfirleitt nokkuð góð. Fer tala fundarmanna aldrei undir 14 manns og mest er getið 50 starfsstúlkna á fundi. Flestir eru fundirnir árið sem fyrstu samn- ingarnir voru gerðir 1935 eða sjö talsins, en fimm árið eftir og þeir mjög fjölsóttir. Svo virðist sem félagsstarfið hafi sjald- an verið blómlegra en einmitt árið 1936. Þá er unnið ötullega að því að reyna að ná samningum við önnur sjúkrahús en þau ríkisreknu en það reyndist örðugt, sérstaklega reyndist erfitt að semja við Landakotsspítalann en það hafðist þó í janúarlok 1937. Þá er skýrt frá því þann 18. mars að formaður félagsins hafi farið til Akureyrar vegna bréfs sem þaðan hafi borist frá starfsstúlkum á sjúkrahúsinu þar og á Kristneshæli, þar sem þær hafi farið fram á aðstoð vegna nýstofnaðs fé- lags þar. Félagið var mánaðargamalt og í því 46 starfsstúlkur. Kom formaður með þá ósk að norðan að félagið þar teldist deild úr Sókn og hafa samstarf við það eftir því sem hægt væri að koma því við. Meira er ekki getið um félagsdeild þessa í fundargerðum Sóknar í Reykjavík. (Væri æskilegt að þeir sem hefðu heimild- ir um deildina á Akureyri eða muna eitthvað um starf þess, að þeir skrái það og sendi skrifstofu Sóknar upplýsingar um þennan þátt Sóknar á Norðurlandi.) Má telja líklegt að félagsstofnunin á Ak- ureyri hafi komið til vegna þeirra samn- inga sem árið áður höfðu verið gerðir við ríkisspítalana en yfirmenn fyrir norðan hafa ekki haldið þá samninga og því hafa starfsstúlkur reynt að knýja fram að samningurinn gilti einnig á Akureyri og talið félagsstofnun og aðstoð að sunnan helsta ráðið til að ná árangri. Er líklegt að starfsstúlkur norðanlands hafi náð tilætl- uðum árangri með þessu og síðan hafi samningar Sóknar verið haldnir þar, en félagsdeildin lognast út af. Nokkuð er rætt á félagsfundum um nauðsyn þess að félagið komi á fót upp- lýsingaskrifstofu og er þess getið að félag- ið hafi fengið inni í Mjólkurfélagshúsinu og síðar Alþýðuhúsinu. Haustið 1937 er rætt á fundi um nauðsyn þess að ráða starfsmanneskju en af heimildum er ekki hægt að sjá hvað úr framkvæmdum varð. í nóvember 1939 kemur í fyrsta sinn til umræðu að félagið sjái um samningagerð fyrir stúlkur í greiðasölustöðvum sem þá voru farnar að skjóta upp kollinum víðar en áður var. Áttu kjör þessara stúlkna eftir að komar oftar á dagskrá félags- funda síðar. Á þessum fyrstu 5 árum félagsins myndaðist lítill en traustur kjarni félaga er virðist vera lífið og sálin í öllu félags- starfinu. Verða tiltölulega litlar breytingar á stjórn félagsins og á hverjum vinnustað kemur upp forystukona er yfirleitt tekst að mynda hóp þar og fá einhverjar með sér á félagsfundi. Atvinnuaukning og daufara félagsstarf Það er eðlilegt að fjalla sérstaklega um starf Sóknar á styrjaldarárunum 1940-45. Vorið 1940 gjörbreyttust allar aðstæður á íslandi. Með hernámi Breta í maí það ár hófust hér umfangsmiklar framkvæmdir og nærvera þúsunda erlendra hermanna kallaði á stóraukna þjónustustarfsemi. Ekki er ólíklegt að þetta hafi haft þau áhrif að stórauka eftirspurn eftir vinnuafli starfsstúlkna og gert það að verkum að minni tími varð aflögu til félagsstarfa. 108

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.