Réttur


Réttur - 01.04.1986, Side 46

Réttur - 01.04.1986, Side 46
janúar 1941 og hafði þar fengist 5 krónu hækkun á sumar- og vetrarkaup en óvíst er um styttingu vinnudagsins niður í 9 stundir. Á aðalfundi í maí 1941 var stjórnin endurkjörin en upp komu „óánægjuraddir nokkurra félagskvenna um tilverurétt félagsins“. Virðist ritari félagsins María Guðmundsdóttir hafa orðið fremur óhress yfir slíku og fór hún fram á að kosið yrði um það hvort leggja ætti félagið niður. Fór fram atkvæða- greiðsla á fundinum „með þeim árangri að allir óskuðu eftir að starfsstúlknafélag- ið Sókn lifði vel og lengi.“ Jafnframt var árgjaldið til félagsins hækkað úr 5 kr. í kr. 10. Haustið 1941 var rætt um að segja upp samningum ef ekki tækist að fá vetrar- kaupið hækkað í 80 krónur eins og sumarkaupið var. Var kosin samninga- nefnd til að freista þess að fá þessa hækkun. Ekki er ljóst hver afdrif þessa máls urðu, því enginn fundur var haldinn fyrr en aðalfundur í maí 1942. En um- ræður um samninga haustið 1942 benda til þess að ekki hafi náðst að jafna sumar- og vetrarkaup, því þá er þessi krafa enn á dagskrá. Þó er hugsanlegt að einhver áfangi hafi náðst. Aftur á móti hafði ríkis- stjórnin sett hin alræmdu gerðardómslög þann 8. janúar 1942 er sögðu fyrir um þvingaðan gerðardóm í kaupgjaldsmálum og bann við hækkun launa og við verk- föllum. Þessum lögum mættu verkalýðs- félögin með hinum fræga „skæruhernaði" og er kom fram á vorið voru lögin ónýtt pappírsgagn. Um haustið náðu félögin samningum formlega um 25% kauphækk- un, 8 stunda vinnudag, 50% álag á eftir- vinnu og 100% á næturvinnu og fyrirheit gefin um lögbundið orlof og 4% orlofsfé. Ekki er að sjá að Sókn beiti sér í þessum átökum. Á aðalfundi er að vísu mótmælt setningu gerðardómslaganna og skorað á alþingi að afnema þau. En tillögur stjórn- arinnar um kaupkröfur við samninga um haustið er lagðar voru fyrir félgsfund 23. sept. sýna að þá er stjórn Sóknar að gera kröfur um að fá fram sams konar kjara- bætur og önnur félög höfðu áður náð. Krafist er hækkunar grunnkaups um 30% eins og ríkisstarfsmönnum hafði verið heitið, óskað er eftir að kaupgjald verði jafnt vetur og sumar, vinnutími styttur í 8 stundir á dag og ákveðið verð á eftir- og næturvinnu. Þá er krafist að sumarfrí verði 14 virkir dagar en þeirri kröfu hafði árangurslaust verið hreyft fyrr á árinu. Líklegt er að Sókn hafi með samningi 10. nóv. 1942 (sem nú er glataður), náð að fá kjarabætur til jafns við önnur verkalýðs- félög en félagsstjórnin kemur því ekki í verk að halda fund fyrr en 8. sept. ári síð- ar og var það jafnframt aðalfundur ársins 1943. Formaður afsakaði þá hve fáir fundir hefðu verið og skýrt var frá hinum auknu kjarabótum sem fengist höfðu en ekki sagt í hverju þær voru fólgnar. Nokkrar deilur urðu vegna þess að stúlk- ur á Vífilstöðum höfðu ekki unnið sam- kvæmt samningum og var stjórn falið að athuga það mál. Pá kom fram að starfs- stúlkur á Elliheimilinu höfðu gengið í fé- lagið og unnið væri að gerð samninga fyrir þær. Var látin fara fram atkvæðagreiðsla um það hvort heimilt væri að boða til vinnustöðvunar ef samningar tækjust ekki innan 10 daga. Þegar hér er komið er alvarlega farið að dofna yfir félagsstarfinu því nú skeður það á nýjan leik að enginn fundur er hald- inn fyrr en aðalfundur 1944 og var hann í júníbyrjun. Þar skýrir Aðalheiður for- maður frá því að samningar við Elliheim- ilið hafi tekist á árinu og að til samræmis við þá hafi sumarfrí samkvæmt 4. gr. 110

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.