Réttur - 01.08.1975, Síða 3
Einar Olgeirsson
Helsinki-sáttmálinn og
sósíalisminn í Evrópu
í Helsinkisáttmálanum felst dýrmæt viðurkenning af hálfu stórveldanna og vissar
vonir fyrir smærri ríki Evrópu.
Bandarikin viðurkenna í raun að kalda stríðið, sem þau hófu eftir heimsstriðið siðara,
hafi verið vitleysa frá upphafi til enda, þau hafi rekið óraunsæja utanríkisstefnu í
30 ár. Nú sé hún gjaldþrota. (Morgunblaðið og Solshenitsyn halda henni hinsvegar
áfram!). Sannast þar enn sem fyrr af hve hverfandi litlu viti heiminum er stjórnað,
þegar voldugasta ríki heims sýnir slíkan skort á visku og framsýni, þegar það
stendur á hámarki valds síns.
Bandaríkin notfærðu sér hungrið og eyði-
legginguna í Evrópu eftir stríð til þess að
beygja þjóðirnar undir ófarnaðarstefnu sína
og yfirdrottnun, — þau höfðu brauðið og
tækin. Þau þvinguðu og blekktu þjóðir inn
í Nato, þau klufu sameinað verkalýðssam-
band veraldar, þau píndu bresku verka-
mannastjórnina til að hætta við ákveðna og
umsamda þjóðnýtingu stóriðju í Vesturþýska-
landi, þau festa fasisma í sessi á Spáni, hindr-
uðu frjálsa þróun í Grikklandi, Italíu og
víðar. Þau beittu blekkingu og hótunum,
mútum og morðum til að sundra þjóðum
Evrópu og gera að engu þær vonir, sem
menn höfðu gert sér um friðsamlega og
giftusamlega þróun í Evrópu eftir sigurinn
yfir fasismanum. Sumt af þessum glæpum
viðurkenna Bandaríkin nú einnig í orði, eink-
um ef CIA hefur séð um að drýgja þá, en
metnaður stórveldisins bannar þó játningar
flestra. Og þar sem þessi sáttmáli á aðeins
að binda enda á misgjörðir Bandaríkjanna
gagnvart Evrópu, þá felst auðvitað ekki í
gerð hans nein viðurkenning og játning
vegna þeirra 5—6 miljóna manna, sem
Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hafa
drepið eftir stríð í fyrri nýlendum, sein börð-
ust fyrir því að verða frjálsar sem Banda-
ríkin sjálf forðum.’’
Sovétríkin hafa sótt það fast að fá þennan
147