Réttur


Réttur - 01.08.1975, Síða 7

Réttur - 01.08.1975, Síða 7
en gott getur verið að íslensk alþýða glöggvi sig á því hvers hún óskar í þessum efnum. Og Alþýðubandalagið sem flokkur íslenskra sósíalista gæti sýnt hver vilji þess væri með því að koma á góðu samstarfi við sterka verklýðsflokka í báðum fylkingum Evrópu. SKÝRINGAR: Við að bæla niður þjóðfrelsisbaráttu í Mada- gaskar, Kenya, Kongo og víðar í Afríku drápu nýlenduveldin yfir 100.000 manns. I Kóreu voru drepnir 1—2 miljónir manna. I frelsisstríði Algier féll meira en miljón. Frakkar drápu um miljón I Víetnam með efnahagslegri aðstoð Bandarikj- anna, sem siðar drápu tvær miljónir þar, er þeir tóku að fullu við. Þá eru ótaldir þeir, er féllu í innrásum og afskiptum ,,hvíta auðvaldsins" I Kina, Kúbu, Guatemala.Santo Domingo, Egypta- landi, Aden, Oman, „bresku" Guyana, Indó- nesíu, Malaya og víðar. Nato-rikin hafa verið iðin við manndrápin eftir heimsstríð. 2) I grein í ,,Rétti“ 1946 ..Nokkrar hugleiðingar um lýðræði og baráttuna fyrir því“ lét ég slíkar vonir I Ijós. Þar sagði m.a.: „Breyttar aðstæður heimta breytta bardagaaðferð. Aðstæður tíma- bilsins 1917—39 eru að hverfa og með þeim ástæðurnar til klofningsins í sósíalistísku verk- lýðshreyfingunni, kjarnanum í lýðræðishreyfingu 20. aldarinnar. Hið eðlilega pólitiska skipulags- form sósíalismans á tímabilinu eftir 1945 er einn höfuðflokkur allra þeirra, er berjast fyrir sósíal- ismanum, fyrir völdum alþýðu í stjórnarfari sem atvinnulífi og gegn yfirráðum þeim, sem pen- ingavaldinu tekst enn að halda I ýmsum löndum heims". (Neðanmáls var gerð grein fyrir að framkvæmd sósíalismans væri og hugsanleg með samvinnu fleiri flokka). En aðstæðurnar breyttust. 2) Stewart Steven, sem nú er aðstoðarritstjóri Daily Mail, hefur í bók sinni „Operation Spinter Factor" (1974) fært afar sterkar líkur að því að Allan Dulles, forstjóri CIA, hafi með sérstök- um hætti valdið þvi að ofsóknirnar, sem nafn Noel Fields sérstaklega er tengt við, hófust og tekist með fölsuðum „sönnunargögnum" að auka þar sífellt á. Þannig tókst með óbeinu samspili CIA og ofstækisfyllstu valdamanna í kommúnistaflokkum og ríkisstjórnum sósialist- ísku ríkjanna, 1949—53, að drepa nokkra af bestu og sjálfstæðustu foringjum þessara kommúnistaflokka, en dæma aðra úr leik um langt árabil og suma alveg. Það má því segja, ef satt reynist, að þó lítið færi fyrir visku í stjórn USA, þá voru klókindi og skepnuskapur CIA því meiri. 4) Mörg viðhorf i sósíalismanum sem kenningu breytast óhjákvæmilega við breyttar aðstæður svo sem hættuna á eyðingu mannkyns með atomvopnum, — hugsanlegri þurrð á vissum hráefnum, ef hömlulaust er eytt, — breytingu vegna nýrra orkugjafa og vandamála i sam- bandi við ofnotkun eldri orkugjafa o.s.frv. Eigi eru vísindamenn allir þó á eitt sáttir um stað- reyndir þessara mála, svo sem þeirra, er skilyrði skapa fyrir hagvexti, en Ijóst er þó að nýtt gild- ismat ryður sér nú til rúms og þarf að koma. Borgarastéttin einskorðaði sitt gildismat við efnalega hagsmuni og þeir móta mjög — og það eðlilega — hugsunarhátt verkalýðs í bar- áttunni fyrir afnámi hinnar sáru fátæktar. En sá verkalýður heila og handa, er völdin tekur, og mótar þjóðfélagið i anda sósíalismans og yfir- vinnur efnahagslega skortinn, mun einmitt i krafti þessa sigurs gera þau siðferðilegu og menningarlegu viðhorf drottnandi, er gefa lífinu æðra gildi. Á þeim viðhorfum ber nú þegar mjög, einkum í afstöðu til náttúru, umhverfis alls, klæðnaðar o.fl. 151

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.