Réttur


Réttur - 01.08.1975, Page 11

Réttur - 01.08.1975, Page 11
Innan þessara fjögurra veggja hrærast sálir sviptar nafni, verðleika og þroska sálir, sem smám saman þrá dauðann meir og meir En skyndilega vaknar meðvitund mín og ég skynja þessa hjartlausu flóðöldu heyri þúls hervélanna og sé hermennina sýna bros sín líkt og blíðar yfirsetukonur Lát Kúbu, Mexíkó og rödd gjörvallrar heimsbyggðar hrópa gegn þessum grimmdarverkum! Við erum tíu þúsund hendur ómegnugar framleiðslu Hve margir okkar í öllu landinu? Blóð félaga okkar Allende mun vega þyngra en sprengjur og vélbyssur! Þannig mun hnefi okkar endurgjalda höggin! Hve erfitt það er að syngja þegar ég verð að syngja um skelfinguna skelfingu þess sem ég lifi skelfingu þá sem ég mun deyja í Að sjá sjálfan mig meðal svo margs að finna svo mörg augnablik eilífðarinnar þar sem hróp og þögn eru endalok söngs míns það sem ég sé hef ég aldrei áður séð það sem ég hef upplifað og það sem ég upplifi nú mun ala af sér þá stund............. MANIFIESTO (Stefnuyfirlýsing) Ég syng ekki vegna söngsins eins né til að stcera mig af rödd minni Eg syng vegna sannleikans sem hljómar úr gítar mínum Því hjarta hans er jörðin og hann hefur sig til flugs líkt og dúfa, mjúkt eins og keilagt vígsluvatn, og leggur blessun sína yfir hugrakka og deyjandi Þannig hefur söngur minn öðlast þýðingu, eins og Violetta Parra mundi segja. Já, gítarinn minn er vinnandi afl sem Ijómar og ilmar af vori Hann er ekki gerður fyrir morðingja, fégráðuga og valdasjúka, heldur fyrir hið vinnandi fólk sem leggur hornstein að blómstrandi framtíð. Því aðeins öðlast söngur þýðingu þegar þung hjartaslög hans eru sungin ósvikul af deyjandi manni. Ég syng ekki til að hljóta gullhamra né smjaður eða til að fólk brynni músum Eg syng fyrir fjarlœga landræmu, mjóa. en óendanlega djúpa. 155

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.