Réttur


Réttur - 01.08.1975, Síða 17

Réttur - 01.08.1975, Síða 17
leysi þeirrar ástríðu sem loksins er búin að ganga sér til húðar. Það er náttúrlega ekki hægt að segja að orðstír og áhrifavald konunnar hafi verið neitt smá- smíði í þau átta hundruð ár sem þessi rómantík ríkti meðal vestrænna þjóða. Hún var blátt á- franr tignuð sem fjarræn ímynd fegurðarinnar og í raun réttri hugsjón sem aðeins var hægt að tilbiðja en ekki höndla. Það voru forréttindi hennar að niðurlægja elskhugann með drambi og kenjum — slíkt jók aðeins á hinn örvæntingar- fulla bríma, hina sálrænu sjálfspyndingu, og gerði loga mansöngsins enn skærari. En sagan er enn ekki nema hálfsögð. Öll þessi kvendýrkun, svo háleit sem hún sýnist í fljótu bragði, var fyrst og fremst huglæg lífstjáning sem sprottin var upp af miklum stéttamun og djúptækri aðgreiningu kynjanna. Að vísu gátu yfirstéttirnar stundað sinn ástriðuleik að rneira eða minna leyti í þessum rómantíska dúr og þar gat konan hagnýtt sér dýrkunina til margvíslegs framdráttar — með því móti þó að halda sig sem mest innan meyjaskemmunnar án þess að seilast um of yfir á hið hefðbundna svið karl- mannsins. Hinsvegar giltu önnur lög innan fjöl- skyldulífsins og úti á meðal alþýðunnar. Á há- tindi rómantíkurinnar var tryggðleysi í hjóna- bandi talið til dyggðar, þar sem hjónabandið var varanlegt samband jafningja og því enganveginn sá jarðvegur sem hin sanna ást ófullnægingarinn- ar gat sprottið upp úr. Veruleiki alþýðustéttanna var auk þess harður og grár að vanda, enda urðu þær að láta sér nægja óminn af sögnum og söngvum hinnar æðri veraldar sem takmark- aða raunabót. Hér í íslenska bændaþjóðfélaginu risu öldur hins rómantíska viðhorfs aldrei eins hátt og úti í hinum stóra heimi aðals og riddaramennsku, enda var stéttamunur og kynjamunur að jafnaði stórum minni hér en þar. Atvinnan leiddi til þess af sjálfu sér að bóndinn stundaði búið meira utanhúss, konan aftur á móti innanhúss, en mjög gripu þau þó að jafnaði hvort inn á annars verk- svið: bóndinn kembdi og óf, konan sló og smal- aði, þegar svo bar undir. Hitt létu þau sig að jafnaði litlu skipta, hvort þeirra væri líffræðilega betur úr garði gert eða rétthærra í samfélaginu, enda stóðu þau yfirleitt mjög í sameiginlegri vörn gegn plágum himneskra og jarðneskra mátt- Brynhildur Buðladóttir og Guðrún Gjúkadóttir i baðinu örlagaríka. — Teikning Anders Zorn fyrir sænska Edduþýðingu Fredrik Sanders 1893. arvalda og áttu fáar tómstundir til að deila um kynferðileg vandamál. Að vísu var stundum tal- að um bóndaríki á þessum bænum og konuríki á hinum, en slíkt átti fremur rót að rekja til mismunandi persónustyrks en félagslegs ójafnað- ar og mun seint verða fram hjá því skeri siglt með öllu. Svo sterk var hin rómantíska ásthyggja rneðal evrópuþjóða að jafnvel iðnbylting og efnishyggja nítjándu aldarinnar megnuðu ekki að firra hana öllum ljóma. Goethe skapaði sinn Werther, Tolstoy sína Önnu Karcnínu og meira að segja 161

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.