Réttur


Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 19

Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 19
Þessi stöðubreyting gerðist vitanlega ekki bar- áttulaust af konunnar hálfu. Um leið og breyting atvinnuháttanna opnaði henni leið til jafnræðis við karlmanninn um lærdóm, stöðuval og 'if- skipti af opinberum málum, hóf hún sína sókn fyrir framkvæmd þessa jafnræðis. Þannig varð kvenréttindahreyfingin til. En sú hreyfing kall- aði óhjákvæmilega á þann þáttinn í eðli konunn- ar sem að mestu hafði legið í dvala á tímum rómantíkurinnar, nefnilega karlcðlisþáttinn. Þetta hafði auðvitað hin víðtækustu áhrif á allt sam- band kynjanna. Niðurstaðan hefur orðið sú að eins og sakir standa hangir það í einskonar tóma- rúmi — án jafnvægis milli hugmyndalífs og til- finningalífs. Það er sem sé náttúrulögmál sem ekki verður umflúið að jafn róttæk breyting og sú sem orðið hefur á stöðu konunnar veldur millibilsástandi sem tekur sinn tíma að sigrast á. Niðurrif alda- gróinna hugmynda og siðvenja veldur ævinlega upplausn sem ekki verður stöðvuð nema með sið- feröilegri nýsköpun. Ég hcld að hvorki sósialism- inn né sálfræðin hafi enn fundið viðhlítandi hegðunarrcglur í samræmi við jafnréttishugmynd- ir kynjanna, enda hefur raunin orðið sú að hin- ar svokölluðu „frjálsu ástir“ hafa orðið að þoka fyrir afturhvarfi til hjónabands og hcimilislífs meðal nýmenningarþjóða, eins og til dæmis í Ráðstjórnarríkjunum. Fals og hjóm hinnar and- legu ástar rómantíkurinnar var að visu dauða- dæmt, en það frjálsræði holdlegrar ástar sem ein- kennt hefur raunhyggju nútímans hefur einnig lent í sjálfheldu. Min skoðun er því sú að þörf- in fyrir gagngert endurmat á hlutverki konunn- ar í samfélaginu hafi aldrei verið brýnni en nú. Ég hcf ckki trú á að langvarandi ræktun kon- unnar á karlþættinum í eðli sínu leiði til bless- unar. Ég cr sannfærður um að bestu eigindir kveneðlisins hafi alltaf verið og verði alltaf veigameiri þáttur í varðveislu menningar og frið- ar en sterkustu eigindir karleðlisins. Því miður þjáist konan enn af minnimáttar- kennd gagnvart frumeðli sínu, enda er það eðli- leg afleiðing af hinni langvarandi fyririitningu riddarans og manskáldsins á hlutverki eiginkonu og móður. Hér á íslandi tók rómantíkin á sig snið einskonar hetjudýrkunar, þar sem karleðlis- þáttur konunnar var helst færður í sögu. Auður djúpúðga, Bergþóra, Hildigunnur, Ólöf ríka. Þór- Teikning van Gogh. unn á Grund, Anna á Stóruborg. Þuríður for- maður — allt voru þetta konur sem á einn eða annan hátt gátu talist „karlmannsígildi". Samt má ekki gleyma hinni íslensku ímynd móðureðlisins, Ásdísu á Bjargi, né heldur imynd fórnarinnar, Auði Vésteinsdóttur. Að öðru leyti hefur verið hljótt um allar þær nafnlausu konur sem í þúsund ár gegndu köll- un kveneðlis síns og lciddu hverja kynslóðina af annarri gegnum áþján, nauðir, svartadauða, án þess að ganga með neinskonar mannjöfnuð í mag- anum. Þessar konur spurðu aldrei um það, hvort það væri skcmmtilegra og virðulegra en eitthvert svokallað karlmannsverk að skara í opnar hlóðir, sitja á hrosshaus undir kýrjúgri, vaka yfir hungr- uðum eða sjúkum börnum, hlúa að makanum sem kom klökugur utan úr hríðinni. Oft var ævi þeirra ein óslitin miskunnscmi og fórn og einu launin sá djúpi fögnuður hjarlans sem því fylg- ir að hjálpa veiku lifi til að þreyja þorrann og góuna. 163
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.